Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 17
Ég fékk að vera hvar Kjartan kemur helst við — ekki skil ég hvað þær sjá við drjólann. Eg hef nú ekki komist hjá því að heyra það andstyggðar orðbragð, sem hann hefur við þessar vesölu systur og hef enda séð á honum krumlurnar og einusinni fundið ofurlítið fyrir þeim, — meira en ofurlítið varð það nú ekki — ég var fljót að forða mér — hafandi líka fundið fyrir öðrum eins ljúflingi og Sigurjóni — ég sleit mig af honum og svo hótaði ég með særingum — svo ill varð ég — ég sé ekki eftir því. Hann varð reiður — hann sagði — hvern heldurðu að langi svo sem í þetta Vigfúsargat — en hann varð líka hræddur — því hann veit að ég er að vestan og þegar fólk er að vestan, er eins gott að vara sig — þannig — og hann hundskaðist burt, sá drjóli. Sigurjón — sú blessun — hann er nú hálfkominn í kör — hann var aldrei klúr — hann var auðvitað sporðglettinn maður og söngvinn og svoleiðis allt, en að hann væri þessi drjóli eins og Kjartan — aldrei —. Hann fór vel og blíðlega að sínu, hann Sigurjón. Og þau ekki annað en blessaðar manneskjur, hann og Matthildur að lofa mér að vera. Og þó ég verði að hafa það að eiga Fúsa, þá er það nú bjra von eftir góðverk þeirra á mér. Fúsi er auðvitað eins og hann er og Minna, þessi eiturtönn, þurfti svo sem að slengja því að mér eitt sinn, að engin önnur en ég hefði látið hafa sig í að eiga þennan örverpistitt — þetta kallaði hún Fúsa. Fúsi er allavega ekki klúr skepna eins og Kjartan þó hann sé afar einkennilegur á vissum sviðum, en ég veit nú ekki betur en aðrir hér hafi erfiðari krossa að bera. Það sem að mér snýr með Fúsa er aðvitað kross, því hann hefur afar einkennilega rúmháttu — ekki meira um það — það er verst ég veit ekki hvað þetta er — en ég hugsa bara um og man eftir að ég átti ljúfar stundir með Sigurjóni blessuninni. Og þetta er það sem hann vildi — að ég giftist Fúsa — að drengurinn fengi föður og að ég fengi að vera. 367
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.