Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 97
fjórða áratugsins. Að mínu áliti hefði verið ákjósanlegra að láta þær bíða þang- að til sérstakar forsendur Sjálfstæds fólks koma til greina, löngu síðar í ritgerðinni. Þá hefði líka orðið hægt að forðast óþarfa endurtekningar. Mikilvægur kafli í bók þar sem titillinn nefnir „fagurfræðilegan bakgrunn" er sá þriðji, „Islándsk litteraturteori under mellankrigstiden" (27—80), enda tekur hann yfir nálega helming aðaltextans. I mínum augum er hann þungamiðja rit- gerðarinnar. I fyrsta lagi langar mig að staldra dá- lítið við greinargerð ÁS þar fyrir hug- myndaheimi eldri kynslóðarinnar, manna einsog Guðmundar Finnboga- sonar (f. 1873) og Sigurðar Nordals (f. 1886), en þeir voru báðir í fremstu röð íslenskra menningarfrömuða síns tíma. Höf. notar hugtakið fagurfræði í mjög víðtækri merkingu, t.d. fjallar hann um þennan hóp rithöfunda undir fyrirsögn- um sem „Nationalismen" (36 — 41) og „Den nya romantiken" (41—46). Eitt eftirlætisorð AS til að einkenna hugmyndafræði þessara manna er lífs- heimspeki („livsfilosofi"; þý. „Lebens- philosophie“). Guðmundur Finnboga- son er sagður vera „eins mikið undir áhrifum frá reynslusönnunarstefnunni (,,empirismen“) og frá lífsheimspekinni" (27), en Sigurður Nordal er „undir áhrif- um frá þýskum hugvísindum („Geistes- geschicte") og lífsheimspekinni" (37). Jafnvel Laxness kvað vera í snertingu við speki þessa í vissum greinum sínum í tímaritinu Rauðir pennar árið 1935 (80) — þó án þess að dæmi séu tekin. I þessu tilviki einsog reyndar mörgum öðrum verðum við að láta okkur nægja fullyrð- ingu án skilríkja eða rökræðu. Það hefði vel mátt sleppa talinu um Umsagnir um bækur livsfilosofi, ekki síst þar sem höf. sýnir aldrei fram á, að því ég best veit, að þetta hugtak eða þetta fræðiorð hafi verið not- að í íslenskri umræðu frá þessum tíma. Orðið lífsheimspeki virðist yfirleitt ekki vera skráð í neinum íslenskum orðabók- um. Að vísu segir AS í neðanmálsgrein, að með lífsheimspeki eigi hér ekki að skilja „lífsskoðun almennt, heldur þá „heimspeki lífsins" sem var að finna um aldamótin" fyrst og fremst hjá Frakkan- um Bergson og Þjóðverjanum Dilthey, og þó ekki í alveg sömu merkingu. „Lífsheimspekin einkennist af vilja- heimspeki, algyðistrú og afneitun rök- hyggjunnar,“ ennfremur sannfæring- unni um að innsæi sé mikilvægt þekk- ingartæki (138). Þetta er óaðfinnanleg lýsing, svo langt sem hún nær. En „hug- myndafræði hinna íslensku lífs- heimspekinga" (126) er samt sem áður óþægilega gróft tæki, þegar það er notað án frekari skilgreiningar, einsog oft er tilfellið hjá ÁS. Höf. beitir einnig afmarkaðri og ótví- ræðari hugtökum einsog þjóðernis- stefnu og snillingadýrkun („genidyrk- an“). En á mjög einkennilegan hátt teng- ir hann þau þá ósjaldan fasisma og nas- isma, eða því sem hann nefnir svo. Þann- ig heldur hann því fram að sum einkenni á hugsun Sigurðar Nordals gætu verið „hlutar af jarðveginum sem fasisminn þreifst best í, ef það mætti þá ekki blátt áfram kalla þetta fasíska hugmynda- fræði.“ Einn þátturinn í þessu kerfi er t.d. „trúin á óskiljanleika veruleikans í grundvallaratriðum (dulhyggja)“ (42). Einnig virðist sérhver aðdáun á náttúr- unni og sveitinni vera smituð fasisma! Þessi endursögn mín er alls enginn út- úrsnúningur eða skopstæling á texta ÁS, þótt það gæti litið svo út, heldur er þetta rammasta alvara höfundar og oft ítrekuð 447
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.