Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 10
Kristján Árnason Eftirmáli við Raunir Werthers Fá dæmi eru þess í sögu bókmenntanna, að æskuverk hafi fært höfundi sínum eins skjóta og mikla frægð og bókin eða bókarkornið Ratmir Werthers unga sem út kom í Þýskalandi árið 1774. Hún var ekki einungis skjótlega þýdd á helstu Evrópumál og lesin með áfergju, líkt og opinberun, ekki síst af yngri kynslóðinni, heldur barst hróður hennar áður en varði einnig til Austurlanda, Kína og Japans, þar sem myndir af söguhetjunum, Werther og Lottu, voru látnar prýða handmálaða vasa. Ungir menn tóku hvarvetna Werther sér til fyrirmyndar, ekki einungis með því að sökkva sér niður í dapurlegar hugrenningar og taka á sig allan heimsins harm, heldur og í klæðaburði, þannig að enginn þótti maður með mönnum nema að hann klæddist þeim búningi sem Werther vildi láta jarða sig í — bláum kjóljakka og gulu vesti. Hingað til Islands hefur Werther og Werthers-tískan verið öllu lengur á leiðinni en til annarra landa, enda hefur bókin ekki enn komið út í íslenskri þýðingu, þótt von sé á henni,1 og það virðist ekki fara mikið fyrir áhrifum hennar hér á landi fram til þess tíma, er Grímur Thomsen sendi Gísla Brynjúlfssyni eintak af Werther í franskri þýðingu, árið 1844, og fær að heyra eftirfarandi í svarbréfi frá Gísla, dagsettu 2. ág. 1844. „Það er sú fallegasta bók sem ég hef lesið og mun lesa. Svona aldeilis að finna sjálfan sig í einni bók, það er bæði utile og dulce, allar óljósar tilfinningar hjá mér urðu mér ljósar. Þegar ég las eitthvað líkt í Werther, þá datt eins og blæja frá sál minni, og þá skildi ég mig.“2 Hér var semsagt ekki á ferðinni nein dægurfluga, enda markaði bókin, ásamt leikritinu Götz von Berlichingen, sem flutt hafði verið áður, upphafið að glæsilegum skáldferli hins 24 ára gamla lögfræðings frá Frankfurt, Johanns Wolfgangs Goethe, sem verkið reit, og raunar ekki einungis að hans eigin ferli heldur einnig að því mikla blómaskeiði þýskra bókmennta sem oftar er kennt við þennan sama mann og kallað Goethe-tíminn, þar sem hann trónaði þar í ríki andans eins og jöfur yfir horskri drótt, allt þar til er hann lést tæpum sextíu árum síðar, 83 ára gamall. En hin mikla velgengni bókarinnar hafði þrátt fyrir allt sínar skuggalegu hliðar, svo það er jafnvel ekki ofsagt, að hún hafi vakið hneyksli. Hún var raunar skilgetið afkvæmi síns tíma og þeirra strauma hans sem upplýsing- arhreyfingin kom af stað og höfðu Jean Jacques Rousseau að fánabera, þess 408
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.