Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 12
Tímarit Máls og menningar að árafjölda heldur og að aleflingu andans og athafnasemi sem talin hefur verið til langlífis. í stað þess að miða byssuhlaupi að höfði sér í svartasta skammdeginu lauk hann lífi sínu áttatíu og þriggja ára gamall í ágústmánuði 1832 með orðin „Meiri birtu“ á vör. Sú lífsstefna kemur einnig fram hjá söguhetjum hans sem komu á eftir Werther, svo sem Wilhelm Meister og Fást, þar sem tilfinningasemi og sjálfshyggja ráða ekki lengur ríkjum heldur sjálfsögun og sjálfsafneitun, stöðug sókn og þroskaleit. Eins og hér hefur þegar verið látið liggja að, er sagan af Werthers raunum að mestu leyti byggð á eigin reynslu höfundar hennar, og það, hversu stuttan tíma hann þurfti til að festa hana á blað, eða fjórar vikur í febrúarmánuði 1774, má rekja til þess að hann hafði lagt efnið niður fyrir sér í kyrrþey og gat raunar stuðst við dagbókarblöð frá ákveðnum tíma í lífi sínu. Sá tími hófst í maímánuði árið 1772 eða tveim árum áður en bókin kom út, er Göethe hélt sem nýbakaður lögfræðingur að ósk föður síns til bæjarins Wetzlar við Lahnfljótið í því skyni að fullnuma sig í fræðunum og öðlast starfsreynslu. Wetzlar var um þær mundir aðsetur einskonar yfir- réttar eða „Reichskammergericht". En svo er að sjá sem Goethe hafi þá þegar verið búinn að fá sig fullsaddan af lagarefjum og verið staðráðinn að nota tímann til annars betra, hann var fremur fátíður gestur í réttinum, undi þeim mun meir við gönguferðir um nágrennið, rómað fyrir náttúrufegurð, í skáldlegum hugleiðingum og hafði þá einatt meðferðis verk þeirra Hómers og Pindars og sökkti sér niður í þau. Þetta friðsæla líf tók skyndilegan enda, þegar Goethe að kvöldi níunda dags júnímánaðar álpaðist á dansleik sem haldinn var í nágrenni Wetzlar, þar sem heitir Volpertshausen, og komst þar í kynni við unga stúlku, litfríða og ljóshærða, sem hét Charlotte Buff, og bauð henni upp í dans, eins og lög gera ráð fyrir. Ekki er að orðlengja það, að hinn tilfinninganæmi maður, sem þá hafði nýlega rift trúlofun sinni við aðra stúlku, Friederike Brion, varð dauðástfanginn þetta kvöld, og ekki dró það úr ástinni, þegar hann frétti, að Charlotte væri harðtrúlofuð sendiráðsritara nokkrum sem hét Johann Christian Kestner og var þar einnig staddur þetta kvöld. I stað þess að draga sig í hlé hélt Goethe áfram að gera sér títt um Lottu, og upp úr þessu myndaðist og hélst um tíma kynlegur þríhyrningur, þar sem Kestner lét sér furðu vel lynda, að þessi meðbiðill væri á stjái kringum konuefni sitt og lætur í bréfi í ljós aðdáun sína á framkomu hennar og hæfileika til að halda hinum ástfangna manni í hæfilegri fjarlægð án þess beinlínis að styggja hann. Goethe hins vegar virti Kestner og reyndi að halda tilfinningum sínum í skefjum, þótt hann hafi hlotið að gera sér grillur um að Lotta tilheyrði honum fremur en Kestner. Gekk svo um hríð, en þar kom þó að lokum að Goethe sá sitt óvænna og hvarf brott fyrirvaralaust 11. september 410
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.