Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 17
Eftirmáli við Raunir Werthers þar, og í bókmenntum aldarlokanna er víða eins og hafi myndast gjá milli þess sem Goethe leitaðist við að sameina í lífi sínu og list, eða milli listamennsku og borgaralegs þjóðfélags, anda og lífs, draums og veruleika. Það væri samt tæpast rétt að segja að Werther hafi gengið ljósum logum á tuttugustu öld, enda er tilfinningasemi víst það sem síst á upp á pallborðið í okkar harðsoðna heimi. Þó má þar einnig finna snertipunkta, ef betur er að gáð, en þeir kynnu að felast í öðru en því sem samtímamönnum Goethes var hugstæðast, svo sem í þeirri þjóðfélagsádeilu sem Napóleon keisari fann að við Goethe og taldi veikja meginþráðinn, ástarsöguna. Sá Weltschmerz eða heimskvöl, sem Werther er haldinn, nálgast oft býsna mikið þá ógleði eða nauseam sem gerir svo víða vart við sig í ritum tuttugustu aldar höfunda. Og þegar Goethe í bréfi, sem hann skrifar árið 1816, kemst svo að orði, að sér hafi virst heimurinn fáránlegur eða „absúrd" þegar hann skrifaði Wert- her, þá ratar hann þar á orð sem mörgum hefur orðið býsna tungutamt á okkar öld og er jafnvel beinlínis lykilorð að mörgum skáldverkum síðustu tíma. Ef við viljum fara að dæmi tilvistarspekinga þessarar aldar sem vilja beina öllum heimspekilegum hugleiðingum að þeirri meginspurningu, hvort lífið sé þess virði að lifa því, þá hlýtur okkur enn að verða hugsað til Werthers hins unga, og málið snýst þá á endanum um það, hvort við viljum heldur fylgja honum sjálfum eða höfundi hans, sem ekki einungis hefur svarað þeirri spurningu játandi fyrir sjálfan sig, heldur einnig, með bókinni um Werther og öðru því sem hann lét eftir sig, lagt sitt af mörkum til þess að lífið gæti, þrátt fyrir allt, verið einhvers virði. Tilvísanir 1 Aform eru um útgáfu bókarinnar í þýð. Gísla Asmundssonar hjá Máli og menningu á næsta ári. Það er tilefni þessara skrifa. 2 Gísli Brynjúlfsson: Dagbók í Höfn. Heimskringla 1952, bls. 277. 3 Goethes Werke, „Das Bergland Buch“ Salzburg 1957, bls. 343. 4 Daghók í Höfn, bls. 293. 415
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.