Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 26
Tímarit Máls og menningar „byggir hamrabýlin háu", er kennd við dagsljósið, hún er ekki sveipuð neinum húmblæjum eða þvíumlíku, hún er „sólfögur". Þannig ríkir í kvæðinu jafnvægi milli dags og nætur, veruleika og draums, raunsæislegrar ádeilu og rómantískrar sveimhygli. Upplýsing og rómantík mynda engar andstæður heldur sameinast í framfaratrú og frelsisþrá. IV 19. öldin var tími stórbrotinna tálsýna mikilla hugsuða sem sóttheitir spunnu upp glæsileg samfélög með alveg nýrri tegund af mönnum. Jónas og félaga dreymdi um að hér risi í kjölfar endurreisnar Alþingis vísir að nýju samfélagi sem byggðist á íslenskum forsendum: þetta samfélag skyldi byggt á bændum — á samvinnu og einhug duglegs fólks sem sinnti „tömu verki“. Jónas var atkvæðamikill baráttumaður fyrir þjóðþrifnaði, hann var metn- aðargjarn náttúruvísindamaður sem ætlaði fræðum sínum stóran hlut í uppeldi fávísrar þjóðar — og hann var skáld. Þetta þrennt verður ekki aðskilið. A þessum tíma er hann skáld indælisins. Hann var listaskáldið góða, ljúflingurinn; hann orti um fallega hluti. Þetta er sú mynd sem hann gaf okkur og Konráð Gíslason fullmótaði hana í eftirmælunum; í bók- menntasögunni er hann fíngert skáld sem orti blíðleg ljóð full af mjúkum og saklausum orðum, stundum dálítið angurvær en alltaf ljúfur. Og þessi mynd er rétt svo langt sem hún nær. En hún nær ekki alla leið. Undir lok ferils hans fer að bera meira á ljóðum um einkahagi hans og ýmisleg vonbrigði, þegar það þótti sýnt að Alþing yrði sett í Reykjavík, stórbrotin áform í náttúruvísindum eru að engu orðin, hann fær ekki starf við sitt hæfi, félagar hans eru orðnir ákafir bindindis- menn — hann er einn. Ljóðaflokkurinn Annes og eyjar er ortur um þetta leyti. Þetta eru 12 smákvæði sem öll eru eins að byggingu, hafa þrjú erindi, ferkvæðan hátt með abcb-rími. Þessi háttur er stundum kenndur við þýska skáldið Heine, enda hefur flokkurinn mottóið „hann er farinn að laga sig eftir Heine“. Þangað má líka rekja þann hálfkæring sem setur svip sinn á allan flokkinn: fjallað er um mikinn háska í kæruleysislegum rabbtón svo jaðrar stundum við gálgahúmor og stundum við absúrdisma, og þessi tónn er í senn tempraður og ískyggilegur. Aðferð Heines hefur verið nefnd rómantísk írónía: tvö fyrstu erindin byggðu upp upphafna stemmningu sem síðasta erindið rífur niður. Þetta sést stundum hjá Jónasi en er reyndar ekki einrátt hér. Flokkurinn er landslýsingin sem náttúrufræðingnum auðnaðist aldrei að ljúka við. Þetta eru ljóð um náttúruna, en hún er ekki voldug umgjörð um þróttmikið starf, verndari og vinur — hún tengist nú miklu fremur ógn og 424
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.