Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 29
. . . það sem menn kalla Geni um stað þar sem hann unir sér ekki. En hver er þessi Máney sem er svona skemmtileg að hún hristir eggin ofan í grjótið lamin af sjávargangi? Tunglið er í skáldskap hlaðið alls kyns tákngildi, það getur tengst dauða eða geðveiki, sköpunargáfu og skáldskap. Það er dulúðugt og skín þeim sem eru á kreiki í nóttinni og var mikið notað í rómantískum skáldskap til að undirstrika samband fegurðar og dauða. Raunar er allólíkt Jónasi að tengja hlutskipti sitt svo umbúðalaust við tunglið, hann sem þreifst ekki án sólar. Þetta er eftir öðru í bálki þar sem öllu er snúið við. Mön eða Máninn — Máney getur allteins verið táknmynd Islands, sem ekki er lengur gott sínum þegnum, einskonar niðurstaða og allsherjarmynd eftir lýsingar á klettum og eyjum sem tortíma. Sjötta ljóðið — og það síðasta um eyju — er býsna ólíkt undanfarandi ljóðum. Þessi eyja er Skrúður, sem er „eyjaval“, „fjalleyja græn og góð“. En skáldið undirstrikar líka rækilega fjarlægð sína frá henni: „Austast fyrir öllu landi / af einhvurjum veit ég stað“. Ljóðið um Skrúðinn myndar brú á milli tveggja hluta flokksins: hér lýkur eyjaþættinum og hér breytist einnig tónninn og verður gamansamari, en sú gamansemi er reyndar all einkaleg: ljóðin eru uppfull af náungum sem heita Gísli eða Olafur, Sigfús, Jón og Þórður án þess að frekari skýring fáist á nærveru þeirra og reyndar einkennist framganga þeirra öll af einhverjum sauðshætti. Mannlíf þessara ljóða er ólíkt því sem var í fyrri ljóðum Jónasar, þetta fólk er heldur heimskulegt og börnin í Suðursveit ganga ekki kná og glöð í brekku eins og í Vorvísu heldur „bograst í skuggann / og blaðra sem hvolpar í mó“. Blessuð börnin flýja birtuna og blessun sólar. Dýrkun sólarinnar er einn sterkasti þátturinn í kveðskap Jónasar Hall- grímssonar. Hún er „guðsauga", „helgasta stjarnan" og þannig mætti lengi telja. En helgasta stjarnan sleppur ekki alveg undan kaldranalegu gríni þess- ara ljóða. Þegar er búið að rekja hvernig hún hnitar sig eins og ránfugl í ljóðinu um Hornbjarg og í Ijóðinu um Sogid situr skáldið fyrst í „sækaldri norðanátt“ og þykir „þurrleg seta“ því þar er „af lifandi fátt“. En þá rís skyndilega hin „sæla sól“ og sveipar skýjunum frá og um leið kviknar líf. Og nú skyldi maður ætla að náttúruskoðarinn Jónas klappaði saman lóf- unum af kæti, en því er ekki að heilsa: það líf sem kviknar veldur aðeins ama. Það fyllist allt af mýi svo Þórður einhver sortnar í framan. Jónas tengir ekki sólina við fegurð og yndi eins og löngum heldur gremjulegan Þórð að sópa framan úr sér mývargi. Flokkurinn endar á merkilegri hliðstæðu við lokin á Gunnarshólma. Lýst er algrænum Tómasarhaga á eyðisöndum, en það verður ekki tilefni til útlegginga um hollustu við náttúruna og átthagana, líkt og gert er með svo glæsilegum hætti í Gunnarshólma. Hann minnist einkavinar síns, séra 427
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.