Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 36
Tímant Máls og menningar vætu. Valtari kvartaði um, hvað langt hann ætti heim, og bauð Eggert honum að vera hjá sér, og hjala við sig fram undir miðnætti, og sofa svo af til morguns þar í kastalanum. Valtari þekktist það. Síðan var borið inn vín og náttverður, aukinn eldurinn, og varð samtal þeirra vina æ glaðara og ástúðlegra. Þegar borið var af borði, og skutulsveinar voru gengnir út, tók Eggert í hönd Valtara og sagði við hann: vinur minn, þú ættir snöggvast að láta konu mína segja þér frá æsku sinni, það er kynleg saga. — Já, sagði Valtari, og settust þau aftur um eldinn. Það stóð á miðnætti þegar þetta var, og tunglið óð í skýjum. Fyrirgefið mér, sagði Berta þá, en maðurinn minn segir, þér séuð svo vænn, að það sé rangt að dylja yður nokkurs. En ekki megið þér halda, saga mín sé nein skröksaga, hvað undarlega sem hún hljóðar. Eg er borin í einu þorpi, faðir minn var fátækur hirðir. Foreldrum mínum gekk ekki sem best búskapurinn; þau voru margoft í ráða- leysi, hvar þau ættu að fá sér mat. En það hryggði mig þó langtum meira, að faðir minn og móðir mín rifust oftlega útúr fátæktinni, og bríxluðust þá töluvert. Um mig var ævinlega sagt, að ég væri heimskt og fárátt barn, sem kynni ekki eina ögn að gera; enda var ég ofur stirð og ólagin; ég lærði hvurki að sauma né spinna, ég gat ekkert hjálpað til niðri við, og ekki hafði ég skilning á neinu, nema sérlega góðan á bágindum foreldra minna. Þá sat ég oft út’ í horni og var að hugsa um, hvurnig ég skyldi hjálpa þeim, ef ég yrði snögglega rík, hvurnig ég skyldi bera á þau gull og silfur, og þykja vænt um þá þau yrðu hissa; þá sá ég anda stíga upp, og sýna mér fólgið fé, og gefa mér dálitla glerhalla, sem urðu að gimsteinum, í stuttu máli: ég gerði mér undarlegustu ímyndanir, og þegar ég átti svo að standa upp, og gera eitthvurt handarvik, eða taka á einhvurju, þá var ég ennþá ólagnari en vant var, af því ég var ringluð í höfðinu af öllum þessum undarlega hugarburði. Faðir minn var mér ævinlega ofur reiður, af því ég væri ekki nema til þyngsla; þessvegna var hann oft harður við mig, og skjaldan talaði hann blíðlega til mín. Svona var ég orðin eitthvað 8 vetra, og nú átti að fara að sjá um, að ég skyldi gera eða læra eitthvað. Faðir minn mun hafa haldið það væri tóm þrjóska eða leti úr mér, til að geta lifað í iðjuleysi. Víst er um það hann ógnaði mér óvenju mikið, en þegar það dugði ekki, tyftaði hann mig ofboð hart, og sagði um leið, að 434
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.