Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 50
Tímarit Máls og menningar og aftur fló í yndi nóg, þar kátur bjó í kyrrum skóg. Nú var Eggert genginn frá ráðinu, og vissi ekki neitt af sér. Hann gat ekki komið því fyrir sig, hvurt sig væri nú að dreyma, eða sig hefði dreymt áður um einhvurja Bertu. Undarlegustu og daglegustu hlutir blönduðust saman; veröldin í kringum hann var eins og töfra- veröld, og ekki gat hann neitt hugsað né munað. Lotin kelling með hækju stumraði hóstandi uppá hólinn og kallaði til hans: kemurðu með fuglinn minn? og gimsteinana? og hundinn minn? Sjáðu til! óréttindin eru vön að hefna sín. Enginn nema ég var Valtari vinur þinn, Högni þinn — Guð miskunni mér! sagði Eggert í hljóði við sjálfan sig,— hvaða skelfilegri einveru hef ég þá alið aldur minn í! Og Berta var systir þín. Eggert féll til jarðar. Hvursvegna fór hún að svíkjast burtu frá mér? annars hefði allt farið vel. Reynslutími hennar var þegar á enda liðinn. Hún var dóttir riddara nokkurs, sem kom henni í fóstur hjá sauða-hirði; en riddar- inn var faðir þinn. Hvursvegna hefir mig ævinlega grunað þessi ósköp? sagði Eggert. Afþví þú heyrðir hann föður þinn einusinni segja frá því, þegar þú varst barn; hann þorði ekki vegna konu sinnar að láta hana alast upp heima, því hann hafði átt hana við öðrum kvenmanni. Eggert lá rænulaus í andar-slitrunum og heyrði gegnum svefninn og dauða-dáið kellinguna tala, hundinn gelta, og fuglinn vera að stagast á ljóðinu. Lagt út úr þýsku af Jónasi Hallgrímssyni og Konráði Gíslasyni og birt í 1. hefti Fjölnis 1835. Stafsetning er hér löguð að nútímasniði en orðmyndum haldið. 448
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.