Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 54
Tímarit Máls og menningar Stundum er sveitalífskveðskapurinn aftur á móti hjákátlega ósannur, eins og þegar Steingrímur Thorsteinsson yrkir um ferð sína um Laugardalinn: „Um fjallbrekkur hópaðist kvíaféð kátt“. Eg hef að vísu aldrei séð kvíafé, en ég þykist hafa séð nógu mikið til fullorðinna ásauða til að efast um að það sýni af sér mikla kæti. Frumstætt sveitalíf var allt of nálægur veruleiki á Islandi á 19. öld til þess að nokkurt rúm væri til dýrkunar á því. Það eru gömul sannindi, miklu eldri en rómantík 19. aldar, að þeir mæra frumstætt sveitalíf heitast sem eru öruggastir að þurfa aldrei að búa við það. Þessi hlið evrópskrar rómantíkur var einkum andóf gegn óþægilegum fylgifiskum iðnvæðingar. Ekki róman- tískari maður en Karl Marx setti frumkommúnisma inn í kenningakerfi sitt, með rýrum sögulegum rökum, sem eins konar sönnun þess að fólk þyrfti ekki óhjákvæmilega að búa við stéttakúgun. Þannig var alþýðudýrkunin víða framsækið afl fremur en íhaldsamt. Fyrir íslendingum var borgamynd- un og iðnvæðing í mesta lagi fjarlægur draumur. Rómantísk skáld íslensk sem gengu um stræti Kaupmannahafnar höfðu meiri ástæðu til þess að and- æfa þeirri framtíðarsýn að verða fátækir sveitaprestar heima á íslandi. Þegar rómantísk viðhorf fóru að heyrast á íslensku var tekið að fyrnast yfir frönsku stjórnarbyltinguna, og ekkert skáld orti mikið um pólitíska samtímaatburði erlendis, nema helst Gísli Brynjúlfsson þann stutta tíma sem hann var róttækt skáld. Það beið Þorsteins Erlingssonar, eins seinasta fulltrúa 19. aldar rómantíkur, að reisa minnisvarða í ljóði yfir það afkvæmi stjórnarbyltingarinnar sem rak til íslands, Jörund hundadagakonung. ís- lendingar 19. aldar voru oftast tregir til að samsama sig nokkrum útlendum málstað í stjórnmálum, síst meðal Dana sem stóð þeim þó næst. Jón Sig- urðsson forseti skrifaði í bréfi árið 1844: það er svo langt frá að við Islendingar eigum þátt í neinu með oppositioninni hér, að við vörumst að telja okkur með Dönum eða fylla flokk þeirra á hvoruga hönd; og við göngum svo langt í þessu, að það mætti henda að við yrðum að gá að okkur ef breyting yrði á og einkum ef oppositionin sigraði, sem ég tel nú víst að verði fyrr eða síðar. III. Það verður þannig heldur lítið úr rómantískum hugmyndum íslendinga ef þær eru mældar á kvarða enska marxistans Erics Fíobsbawm. En það er bara af því að mælikvarði hans er of stuttur, og hann er of stuttur einmitt í þann endann sem má búast við hvort sem er af Englendingi eða marxista. Flann vantar ættjarðarástina, tilfinningahliðina á pólitískri þjóðernisstefnu. ís- lensk rómantík varð umfram allt ættjarðarrómantík. Samanburðurinn við 452
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.