Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 91
John Fowles og Astkonan þannig erum við svikin um „góða endinn“ á ástarsögunni; höfundurinn bindur ekki hnútinn fyrir okkur því „það er enginn Guð til sem grípur inn í gang mála“ (61. kafli) og ætla má að við sitjum eftir með vitundina um frelsið til að skapa okkar eigin ástarsambönd. Rómantík Eins og fram hefur komið er þessi saga Fowles að stórum hluta ástarsaga. Þó svo ástin hafi að sjálfsögðu verið mörgum helstu nútímahöfundum hugleikin, hafa þeir lítt tíðkað að veita henni jafn mikið rúm og gert er í þeim ástarsögum sem oftast eru flokkaðar til afþreyingarbókmennta. Það er því ástæða til að líta nánar á þennan þátt í sögu Fowles. Skemmtilegasta skýringin er kannski sú að með ástarsögum sínum sé Fowles að skapa farveg fyrir erótíkina — hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann hugsi um lífið á mjög erótískan hátt,9 og í Mantissu leikur skáldskapargyðjan sannarlega afar erótískt hlutverk. Sálgreinendur myndu e. t. v. vilja tengja þessa ástarhneigð hugmyndum sem Fowles setur fram í ritgerð um Thomas Hardy. Þar ræðir hann um sköpunarstarf skáldsagnahöfundarins sem viðbrögð við missi er hann finni til og haldist í hendur við glataða æsku.10 Fowles kveðst finna til mikils skyldleika við Hardy og má sjá þess stað í verkum hans. A einum stað í Astkonunni er raunar fjallað um Hardy sjálfan. Þar segir m. a.: Og nú er ég kominn í skugga, og það mjög tilhlýðilegan skugga, þess mikla skáldsagnahöfundar sem gnæfir yfir svæðið sem ég er að fjalla um . . . Hardy varð fyrstur til að reyna að rjúfa innsiglið sem mið- stéttin hafði sett á þær Pandóruöskjur sem hún taldi kynlífið vera . . . En ást og kynhvöt í sögum Hardys beinast um margt í aðra átt en í verkum Fowles. Eins og gleggst kemur fram í Jude the Ohscure (en Sue Brideshead í þeirri bók gæti verið ein af fyrirmyndunum að Söru) sker ástin sig ekki úr myrkri heimsmynd Hardys. Hlutverk ástarinnar í verkum Fowles minnir meira á tvo höfunda aðra á Bretlandseyjum sem eru þó afar ólíkir honum, þá D.H. Lawrence og Lawrence Durrell (af verkum Durrells hef ég fyrst og fremst í huga hinn stórfenglega sagnabálk The Alexandria Quartet). Saman mynda þeir þrjár kynslóðir höfunda sem endurvekja rómantíkina sem róttxkt hreyfiafl í skáldsagnagerð (Thor Vilhjálmsson er eina sambærilega dæmið í íslenskri prósagerð síðustu áratuga). Þá á ég við að ástin verður líka umrótavaldur í félagslegum skilningi, stuggar við öðrum lífsgildum, rís gegn viðteknu samskiptamynstri. I Astkonunni sjáum við hvernig ástarvakning 489
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.