Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 94
Tímarit Mdls og menningar þrautseigu hefð sem er fyrir því að konur séu framar öllu augnayndi karla, í víðri merkingu orðsins, en það er hlutverk sem getur falið í sér bráða hlutgervingu kvenna í karlveldissamfélagi. Segja má að Sara sé í þolandahlut- verki þrátt fyrir allt, nokkurs konar verkfæri til að færa íram söguna af Charles. Fowles reynir að vinna gegn þessu með því að gera hana að afar óræðri og illhöndlanlegri persónu, jafnt fyrir Charles sem lesendur. En þá hættir Fowles á að rata í aðra gildru, eins og margir aðrir sem birta okkur kvenfólk sem lokkandi og torskildar verur. Um kvennapólitík í verkum Fowles hefur nýlega verið rituð feikilega gagnrýnin bók þar sem höfundurinn, Bruce Woodcock, heldur því fram að afstaða Fowles til kvenna byggist á „karla-goðsögnum“; vopnin snúist algerlega í höndum hans og í stað jákvæðrar afstöðu til kvenfrelsis sé að finna dulbúna karlrembu af klassísku tagi.13 Með því til dæmis að sveipa Söru dulúð, stundi Fowles þá sígildu iðju að hefja konur á stall á takmörk- uðu sviði á meðan verið sé að ryðja völlinn fyrir kappleiki karla. Konan sé þá gjarnan hjúpuð e. k. „kvenmynd eilífðarinnar“ en raunverulegar athafn- ir, ákvarðanir, breytingar, eigi sér stað í heimi karlmannsins. Konan geti orðið þægilegur aflgjafi fyrir karlinn, fantasíur hans, langanir og athafna- semi. Woodcock leggur áherslu á að söguhetjur Fowles séu karlmenn í tilvistarkreppu og að það sé ætíð fyrir tilstilli kvenna að þeir takist á við þá kreppu. En það gerist á þann hátt að konan verði í raun vaki „endurlausnar" karlhlutverksins sem er að sumu leyti neikvætt andsvar við kvenréttinda- umræðu sl. áratuga. Ef þetta stenst þá hefur skáldskapur Fowles snúist þvert gegn yfirlýstum sjónarmiðum hans. Því verður ekki á móti mælt að í sögulok er það Charles sem hlýtur hylli skapara síns en ekki Sara. í upphafi sögu er það hún sem mænir út á hafið, leikvang þolrauna sem fleytir manni til ævintýra, landafunda og nýs lífs. En er yfir lýkur er það Charles sem stefnir endurfæddur út á „hið stríða og ólgandi regindjúp“. Hvað er framundan? Enn ein krossferð riddarans hugprúða? Fleira mætti finna að kvennapólitík Fowles. Hann hneigist til að mynda mjög til að vinna með ástarþríhyrning þar sem flest er undir ákvörðunum karlmannsins komið, því að í lífi hans er kona og svo hin konan. Þetta er sérlega áberandi í Ástkonunni, „The Ebony Tower“ og Daniel Martin, en í Mantissu er helst að sjá sem Fowles sé farinn að skopast meðvitað að þessari tilhneigingu sinni. Að skrifa með tímaskekkju Fowles er kannski ekki of sterkur á svellinu í kvennapólitík í verkum sínum og það má taka undir ýmsa gagnrýni í fyrrnefndri bók Woodcocks. Hins 492
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.