Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 114
Tímarit Máls og menningar Að þessum inngangi loknum skulum við nú snúa okkur að sjálfum munn- mælasögunum. Eftirfarandi frásögn var hljóðrituð 22. júlí 1977 og birtist hér í orðréttri afskrift. Heimildarmaður vann hjá hernum í Strandarhreppi á stríðsárunum og varð seinna meir bóndi þar í sveit. „ . . . og þá heyrði ég sögu, sem að skeði hjá hernum. Og ég veit ekki betur en að sú saga sé sönn og hana get ég sagt þér eftir því sem ég heyrði hana. Fyrir innan Bláskeggsárgilið var varðstöð og vakt allan sólarhringinn. Þar varð hver maður, sem um veginn fór að sýna vegabréf og skilríki til þess að fara í gegnum kampinn, og voru allir stöðvaðir sem að þar fóru. Og sjálfsagt margir, sem muna eftir ferðalögum þarna í gegn að þetta var tafsamt. Svo var önnur varðstöð vestan við kampinn þar sem að þeir urðu að gera grein fyrir sér þegar að þeir komu í gegn. En sagan var þannig, að vörðurinn austan við Bláskeggsána sér mann koma gangandi eftir veginum, geysistóran og mikinn skeggjaðan mann. Og hann gefur honum merki um að stoppa, en hinn skeytir því ekki og heldur áfram niður í gilið. Þá skaut varðmaðurinn viðvörunarskoti, en maðurinn leit bara við öxl og hélt áfram. En í varðstöðinni var sími til þess að láta vita niður í kampinn og eins varðstöðina fyrir vestan, að maður hefði sloppið inn í kampinn án þess að sýna skilríki. Og það er send neðan úr kampinum jeppabifreið, með fjórum hermönnum og vélbyssu, til þess að hafa upp á manninum. Þegar þeir koma upp á hæðina vestan við gilið þá mæta þeir manninum. Og þeir gefa honum merki um að stansa og hann skeytir því engu. Og þeir skutu viðvörunar- skoti. Það var sama, hann stoppar ekki, röltir áfram veginn. Svo þeir taka til vélbyssunnar og hefja skothríð á hann. Og þeir renna einu belti í gegnum vélbyssuna og á manninn. Hann hverfur þeim í púðurreyk. Síðan þegar reyknum svifar frá þá röltir maðurinn áfram veginn, lítur til þeirra og glottir. Þeim féllust hendur og maðurinn hvarf niður og sást ekki meir. Hans var leitað um allan kamp og sást aldrei meir. En vegna þessa atviks þá neituðu hermenn að standa vakt þarna við gilið og til þess voru fengnir Islendingar, sem stóðu vakt þarna við gilið að minnsta kosti heilan vetur . . . En oftar mun þetta hafa komið fyrir, að varðmenn frá hernum hafi séð mann þarna og skotið í gegnum hann og hann bara brosað til þeirra.“ Þessi atburður á að hafa gerst áður en heimildarmaður hóf sjálfur störf hjá hernum. Kveðst hann hafa séð manninn í sögunni með eigin augum síðar meir, líklega veturinn 1943 til 1944. Spurðist hann þá fyrir um hvað þarna hefði getað verið á ferðinni og var sagt, að það hefði verið Bláskeggur. Lýsir heimildarmaður honum þannig: „Þá stendur maður í dyrunum, allstór, en hann var það hár að herðarnar námu við dyratréð, sem var meira en seiling mín, en höfuðið stóð uppfyrir, hann var kominn inn, stóð undir dyratrénu með herðarnar en höfuðið fyrir 512
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.