Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 118
Tímarit Máls og menningar verið gert. En menn röktu þetta til þessarar álagatrúar veit ég, einhverjir, og hittist alla vega svona á, að þetta var alveg á sama tíma.“ Talið er að margir staðir hafi fengið bannhelgi eða viðsjálni sína seint, en til forna eru frásagnir um þá óalgengar. Mun slíkum stöðum hafa fjölgað smám saman, eftir því sem lengra leið frá landnámi Islands, og á 17. öld er urmull af þeim. I þjóðtrú síðari alda er mikið um alls kyns bönn og varúðir og oft frá slíku greint. Hér er um að ræða bannbletti sem ekki má slá, vötn sem ekki má veiða í, tré eða runna sem ekki má höggva, hús sem ekki má loka. Þá gerðu menn bæn sína á vissum stöðum, köstuðu steinum í dysjar, bjuggu ekki lengur á tilteknum stað en leyfilegt var o. s. frv. Bannhelgi er það sem á erlendum málum kallast tabú og er orðið af pólýnesískum uppruna. I Pólýnesíu hafði tabú stranga trúarlega merkingu, en gegndi raunverulega mikilvægu félagslegu og pólitísku hlutverki. I tabú birtist hjá flestum náttúruþjóðum ríkjandi siðalögmál, sem mótsvarar hug- myndum þeirra um náttúruna. Menn töldu hana alla gædda duldum öflum, mana, sem gátu orðið bæði til góðs og ills, og haft afgerandi áhrif á framvindu mannlífsins og náttúrunnar. Einstaka menn, t. d. höfðingjar, galdramenn eða prestar, bjuggu yfir eigin krafti sem gaf þeim völd yfir bæði náttúru og mönnum. Þennan kraft, eða mana, gátu þeir svo notað sér í hag, t. d. við að komast yfir það sem þeir ágirntust og var bannhelgin áhrifa- mikið tæki í þessu sambandi. Þurfti þá ekki annað en snertingu til að það sem um var að ræða öðlaðist tabú, en það útilokaði alla aðra frá því. A Islandi eru bann- eða álagablettir oft raktir til huldufólks, en einnig til landvætta. Talað var um að huldufólkið sjálft hafi ætlað að nota heytugguna á tilteknum bletti og hann því ekki sleginn. Enn þann dag í dag eru allmargir, sem trúa á þess konar bann. Aðrir vilja hvorki játa því né neita, en hrófla samt sem áður ekki við hlutaðeigandi stöðum á einn eða annan hátt. Er ekki óhugsandi, að þetta séu áhrif frá fornri náttúrutrú. Landið var álitið fullt af yfirnáttúrulegum öflum, sem umgangast varð samkvæmt hefð og viðhafa fulla varúð gegn. Raunar var allt lífið meira og minna gegnsýrt af bannreglum, sem fylgdu fólki frá vöggu til grafar. Oft eru tabú álitin vera út í bláinn, jafnvel absúrd, þótt í sumum þjóðfélögum gegni þau mikilvægu félagslegu hlutverki t. d. gegn blóðskömm. Onnur eru af hagnýtum toga, svo sem bann við að borða vissar fæðutegundir. Nokkur eru ekki alltaf í gildi, en eru orðin til af sérstökum ástæðum. Þetta á t. d. við veiðibönn á tilteknum stöðum og á tilteknum tímum, sem koma í veg fyrir ofveiði. Ekki óvíða hafa bannreglur þjóðfélagslegt gildi, eru trúarbrögð og siðalögmál um leið, eiga sinn þátt í að móta hversdagslífið og halda því í föstum skorðum. Að vissu leyti má segja, að álaga- og bannblettir séu hluti af eins konar tryggingarkerfi. Með því að virða þá tryggja menn sig fyrir óhöppum og að 516
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.