Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 124
Umsagnir um bækur ÞAÐ ER ÁTAK AÐ SKIPTA UM PLÁNETU Hann ákvað að skipta um plánetu og vaknaði á Mars. Það var myrk- ur í herberginu, en hann vissi að hann var á Mars. Hann hafði val- ið Mars, vegna þess að nú ríkti friður með hinum mörgu stríð- andi þjóðum plánetunnar. Þannig hefst skáldsagan Gaga (Iðunn, 1984) eftir Ólaf Gunnarsson um Rögnvald sjoppueiganda sem vaknar upp einn morguninn hafandi lesið yfir sig af „science-fiction“ bókmenntum. Hann er orðinn gaga, — rétt eins og Don Kíkóti, og látæði hans minnir um margt á þessa frægustu sögupersónu allra tíma. Orðaskipti Valda við ímyndaða Mars- búa minna talsvert á ræður riddarans Kíkóta, — eru á skakk og skjön við viðmælandann og byggð á heiftarlegum misskilningi, en sjálfum sér samkvæm að innra samhengi. Rétt eins og Don Kíkóti er Valdi fullkomlega trúr sínum hugar- heimi og færir persónur og atburði heim við sína maníu af dæmalausri og þrjóskulegri bilun. Ólafur Gunnarsson hefur í viðtölum nefnt Cervantes sem sinn mesta bók- menntalega áhrifavald og Don Kíkóta sem einhverja mestu skáldsögu allra tíma. Áhrif þeirra feðga eru greinileg enda er Ólafur meðvitað að búa til tutt- ugustu aldar Kíkóta. Hugmynd hans að honum er snjöll, — hún felur í sér kóm- íska drætti en jafnframt mjög alvarlega og býður því heim alls kyns túlkunum, jafnt á veilu Valda sem tímans. Það er nærtækt að ltta á Valda sem skopfærða mynd af nútímamanninum og söguna sem paródíu á brjálæði tím- anna sem við lifum. Hér sé lýst þeirri gömlu tilvistarangist sem skekur nú- tímamanninn og grundvallarstaðreynd allra bókmennta sem einhvers mega sín og hljóðar svo: þetta er vondur heimur. Samt sem áður verkar þessi saga ekki á mig sem enn einn heimsósóminn, þótt vel megi færa skynsamleg rök fyrir því að sagan sé ádeila á nútímann. Vissulega er Valdi afsprengi síns tíma og sést það glöggt af því hvaða bókmenntir það eru sem gleypt hafa huga hans í bókstaflegri merkingu. En hann er samt einstakur og bilun hans er bilun ákveðins einstaklings sem ekki er eingöngu afurð tímans. Gaga er saga einstaklings sem á í fárán- legu stríði við umhverfi sitt. Hann neitar að fallast á skilaboð sem berast frá öðr- um mönnum. Hann skilur sig frá þeim. Þeir eru Marsbúar, en hann er frá Islandi á Terra (sem er heiti jarðarinnar í þess- um bókmenntaheimi). Og hann ákveður þetta stríð. Það er til að mynda ekkert í fari ann- ars fólks í sögunni eða í samræðunum sem bendir til félagslegrar ádeilu. Fólkið sem mætir geimfaranum er ofurvenju- legt í hversdagslegum erindum. Ólafur er, held ég, fyrst og síðast að segja sögu af geggjun, — geggjun sem getur haft hörmulegar afleiðingar, því að í fárán- legri mistúlkun sinni á öllu sem í kring- um hann gerist drepur Valdi ungbarn, — í þeim tilgangi að sýna Marsbúum í tvo heimana, láta þá taka sig alvarlega. Að baki þessarar meinfyndnu sögu, því það er hún sannarlega, er myrkur og 522
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.