Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 106
Tímarit Máls og menningar Baðstofan var hvorki háreist né víð til veggja, og hún var óþiljuð nema fjalir yfir rúmum, moldargólf, fjórar gluggarúður litlar voru á stafni, þaktar punt- stráum á sumrum en oft þykkri hélu á vetrum. Heimilisfólkið auk mín var faðir minn og ráðskona hans, bæði hnigin á efri ár. Þann dag sem lesið var lá tóvinna til hliðar, gólf var sópað og skúm úr hornum og hrist ryk úr brekánum og á- minntur var ég um að þvo mér um hendur, hreinn skyldi maður hlýðaguðsorði. Nú tók faðir minn upp postilluna og strauk með erminni yfir spjöldin, síðan gekk hann að strompinum og tók úr honum ítroðsluna, hann settist á rúmið sitt, þar sem átta línu lampi hékk á stoð, opnaði bókina með varúð og hóf lestur- inn. Ég sat í minni sæng og hlustaði af líkama og sál og reyndi að loka úti synd- samlegar hugleiðingar svo sem dýrt kveðnar vísur og þvíumlíkt. Faðir minn hafði skýran og skilagóðan lestrarmáta og lagði áherslu á þau orð eða setningar sem hann taldi að mest væri sáluhjálpin í. Ég varð kunnugur útleggingunni af hlustun og lestri og var stöðugt að leita eftir einhverju nýju. Stundum varð frá- sagnargleðin að hljómum og baðstofan að kirkju sem endurvarpaði orðunum ut- an úr hvelfingunni, þessir hljómar fylltu baðstofuna afógnþrungnum mikilleik, þar sem mjúkir tónar báru ofurþunga efnisins á ósýnilegum vængjum. Og nú skildist mér að strompurinn á baðstofunni varð að vera opinn, lestrarefnið þurfti hreint loft og óendanlega víðáttu. Húslestrarnir voru skóli og fræðari og vöndur, og þó vísdómur postillunnar væri of stór, of torskilinn fyrir dreng sem aðeins hafði tossakverið upp á heilann, þá varð hugmyndaflugið víðfeðmara með hverjum lestri. Og vegna þess að ekk- ert truflaði hugsunina um frelsarann, sem þrátt fyrir allt var þungamiðja kenn- inganna, þá man ég glöggt frá þessum helgidögum ýmsar hugmyndir sem ég gerði mér undir lestrinum. Stundum fannst mér frelsarinn vera fjall í svo mikilli fjarlægð að það mundi taka mig alla ævina að nálgast fjallið, syndugum manni yrði það erfið ganga. Eða þá að frelsarinn var haf svo stórt að hvergi sá til lands og á því hafi yrði ég að velkjast allt lífið, án þess að sökkva, eða það sem mest var að hann var sjálfur himingeimurinn svo víður og hár að það mundi taka mig alla ei- lífðina að komast upp til himnaríkis. Og þó var hann þarna í baðstofunni og þá þóttist ég vita að allt væri fullt af englum í kring um hann og þá hvarflaði ég augum að strompinum og þóttist nú skilja til hvers faðir minn hefði fjarlægt í- troðsluna, þarna gátu þessir góðu andar svifið út, út í faðm vindsins, en í hug- vekjunni stóð að „guðdómurinn væri eins og vindurinn sem um mann leikur, við finnum til hans en sjáum hann ekki.“ Það man ég glöggt þegar ég sat og hlustaði á hugvekjuna, að ég reyndi að sleppa því sem ég vildi aldrei trúa, en það var kenningin um eldinn og brennisteininn, en tók það til mín sem sagt var um frelsar- ann og svo náttúrulega himnaríki, sem ég lagði mig eftir að kynnast sem best, upp á seinni tímann. Og vissulega er margt fagurt að heyra í þessari postillu. 368
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.