Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar Hin symbólska merking einkennist hins vegar af skil-greiningu sjálfsins, en hún samræmist aðskilnaði barnsins frá móðurinni og er samfara því að sjálfið skilgreinir sig út frá einstökum hlutum umhverfis, ljær þeim aðskilin merking- argildi og symbólskt vægi. Merking byggir því á rökvísi og dómgreind. En jafnframt er symbólsk merking ætíð punktur á landakorti karlhneigðs merking- arheims, barnið lærir lög-málföðurins er það rofnar frá móðurinni (og það er mik- ilvægt að hér fara saman lög og tungumát). En hin semíótíska móða lifir með okkur, þótt hún sé fyrst og fremst ríkjandi í undirvitundinni, sé „ókortlagt svæði" eins og segir í Fljótt fljótt sagði fuglinn. Og það er í þessari „kvenlegu" móðu sem Kristeva sér helsta aflvaka módernismans; hún skekur undirstöður þess lögbundna merkingarheims sem veitir samfélaginu boðskiptamiðla og hugmyndafræði. Við höfum séð hvernig hið rásandi sjálf í texta Thors truflar söguna, „gleymir sér“ við ljóðrænar lýsingar, sem iðulega eru markaðar sterkri hrynjandi og jafnvel ljóðstöfum og rími, eins og í þessum línum úr Mánasigð: . . . himbrimi, hugsaði hann þó; himbrimi á tjörn, þar er líka vindur sem syndir hann, ýfir vatnið, og gerir froðu sem titrarásandinum, strýkur stráog bælir, fælir mús niður í sína holu, rollurnar rása undan vindi, hestar í höm. Hestar í höm, og hann færir sig nær þeim einsog linsa að lesa þeirra mynd, lesa í augu hestsins, harm þar á hvarmi, hví skyldi harmurinn undir armi . . .20’ Það má segja sem svo að málið taki völdin af sögunni, textinn verður ölvaður og iðulega mjög ofhlaðinn, sé hann dæmdur frá sjónarhóli hefðbundinnar sögu. En textinn er einmitt að andæfa slíkum dómi, slíkri dóm-greind hugsunar. Þær hræringar við útjaðra vitundarinnar, sem áður var minnst á, splundra sjálfinu, flæða inn á merkingarsvið textans og raska allri sögubyggingu. Þannig losar textinn um bælingu hinna semíótísku hvata og efnir til samsæris gegn því heild- stæða sjálfi sem tryggir merkinguna. Þegar merking er skilgreind út frá aðskilnaði sjálfs frá móðurinni, er hætt við að hin „móðurlega" andstæða merkingarinnar (merkingarmóðan, hin villta skynjun og hin anarkíska hlið tungumálsins) verði dýrkuð í blindri tvíhyggju, sett á stall sem einhvers konar lausn frá „karllegri" merkingu. Kristeva bendir á þessa hættu auk þess sem hún getur þess að merkingarmóða undirvitundarinnar fái í raun aldrei orðið að texta ein og sér; óheft framrás hennar leiðir endanlega til geðtruflana og sturlunar líkt og þeirri er manninum í Fljótt fljótt sagði fuglinn virðist búin ef honum tekst ekki að hemja aliar þær raddir sem hann heyrir.’” Semíótísk orðræða er ætíð um leið undir einhverju valdi symbólskrar merking- ar. Benda má á að hugtak Kristevu fyrir hið rásandi sjálf er „sujet en procés", sem merkir einnig „ákært sjálf', eða „sjálf fýrir rétti": sjálfið er undirorpið dóm- greind hinnar rökvísu, empírísku hugsunar sem reynir að hamla hvötum þess og vinnur með sektarkennd gegn öllu lauslæti í tjáningu. 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.