Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 119
eigin stétt, sem er lágstétt hvað sem þið feðgar segið, og verða hlut- gengur hjá peningaaðlinum í mið- stéttinni. Svoeinfalterþað! (/ 108-9) Hin margvíslega togstreita í huga Jakobs verður ekki einfaldari við að gera sér ljóst að róttækar stjórnmálaskoðanir móður hans eiga ekki upp á pallborðið hjá þessum vinum hans; „þegar maður er kristinn get- ur hannekki líka veriðkommúnisti", segir flokksstjórinn Friðrik (J 54). Ekki á Jakob í minni glímu við hvatir sínar og freisting- ar holdsins, magnaðar upp af „óseðjandi blíðuþörf sem sjaldan eða aldrei var komið til móts við" (F 62). Dæmigert er atvikið þar sem hann fylgist með óhömdu ástalífi í þröngbýlinu heima á Oddshöfða, „sollinn af ófullnægðum losta og kristilegri blygð- un“ (J 131). Frá fjölskyldunni einangrast hann ósjálfrátt og tilfinningar hans gagnvart henni eru einn hrærigrautur þar sem sjálfs- þóttinn er þó einatt nærri yfirborðinu. Einn af eftirminnilegustu köflum bókanna eru lok Jakobsglímunnar þar sem faðirinn kveður háðslega sinn guðsútvalda son og hann gengur út í nóttina, horfir upp í stjörnubjartan himininn og sér sjálfan sig ofan frá úr órafjarlægð stika í stríðshrjáðri veröld á jólanótt gegnum hersetinn bæ til síns einmanalega næturstaðar. „Uppvaxtarsagan" er saga manns sem brýst upp úr stétt sinni. Öll sú togstreita, allar þær óleystu andstæður sem mynda stef þessara þriggja bóka eru sprottnar af uppreisn hans gegn bernskuumhverfi sínu, án þess hann heldur öðlist fullan þegnrétt í hinu nýja umhverfi. Eða þegar takmarkinu er náð er fengurinn veginn og léttvægur fundinn. Jakob œrlegur Fjölskyldan er ekki eins í miðdepli og áð- ur, en þó eru svipmyndir hennar með því Umsagnir um bækur eftirminnilegasta í frásögninni. Faðirinn er í öllum þessum bókum „fastagestur á sálinni", flókinn, sífelld ráðgáta en óupp- gerður. Sögumaður er hér kominn af barnsaldri og hefur forsendur til að skilja meira en áður. f samræmi við það birtist Marta fyrst núna í forgrunni frásagnarinn- ar, „eina bindiefnið sem gat fengið þetta sundurvirka heimili til að loða saman" (J 257). Jakob heldur sínu striki í skólanámi og kristilegu starfi. Eftir því sem hann færist nær markinu fer hann að verða gagnrýnni á umhverfi sitt, ekki síst skólakennsluna sem miðast við það eitt að mennta emb- ættismannaefni og kæfir alla frjóa og skap- andi hugsun. Til að fáá sig stúdentsstimp- ilinn þarf að krossfesta bæði hold og anda. í bréfi til Randvés vinar síns lýsir hann andrúmsloftinu í KFUM þannig: Tilfinningakuldi og kærleiksleysi undir sléttum og felldum hjúpi borgaralegs siðgæðis og pólitísks afturhalds (F 139-40). Kuldann, kærleiksleysið og dómgirnina sem hann fyrirhittir í „samfélagi heilagra" ber hann ósjálfrátt saman við fjölskylduna: Þrátt fyrir örbirgð og félagslega út- skúfun, innbyrðis missætti, von- svik og margháttaða óánægju fann ég hvergi nema hér þá mennsku hlýju og ómenguðu ástúð sem ég innst inni þráði, þann yndislega mannaþef sem stafar frá fólki með naktaog blóðsára lífskviku (J 258). Meginklofningurinn sprettur þannig af því að „ég fann enga færa leið til að tengja þessi tvö skaut tilverunnar, annarsvegar drauminn um hreinleik sálarinnar og líf vígt guðlegum áformum, hinsvegar skil- yrðislaust játorð við fjölbreytni og ófull- komleik mennskrar jarðvistar" (J 258). Af sama toga er það þegar hann sér föður sinn fyrir sér í einhvers konar Kristsgervi þó 381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.