Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 12
árið 1917 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku árið áður. Svíar keppa síðan við Dani um að vera miðmenningarþjóð innan þessarar jaðar- menningar sem menning Norðurlanda er og saman skipa þeir Norðmönnum, Finnum og Sömum neðan við sig í mannvirðingastig- ann, út í jaðarmenninguna. Norðmenn og Finnar benda síðan til Sama sem þeir telja standa enn neðar og losna þannig úr þeirri sálarkreppu sem fylgir því að þurfa að líta á eigin menningu sem jaðarmenningu. Samar geta þó borið höfuðið hátt og vísað til þess að þeir séu fom þjóð á gömlum menningargrunni sem á sér frændur meðal annarra finnsk-úgrískra þjóða í suður- og austurvegi enda þótt svo vilji til að nýliðar í veraldarsögunni hafi nú um skeið breitt úr sér í löndum þeirra. En stolt sitt verða þeir að bera í hljóði því að hinir nýkomnu eiga peningana og vinna með þeim yfirgangi sem slfloim yfirburðum fylgir. Úti í Atlantshafi er önnur jaðarmenning sem stórnorðurlandaþjóðimar telja ekki að ógni sér: Færeyingar, íslendingar og Græn- lendingar en þeir síðastnefndu hafa nær eingöngu komið við sögu Dana innan Norðurlanda — eftir að landnám íslend- inga þar frá 10. öld leið undir lok á síðmið- öldum. Grænlendingar em líkajaðarmenn- ingarþjóð á tvo vegu. Þeir em í annarri heimsálfu, hafa samskipti við Inúíta í Kan- ada og geta barið sér á brjóst lflct og Samar, bent á foma menningararfleifð sína og talað með miklu stolti um vem sína á hjara veraldar þar sem enginn annar getur búið. íslendingar og Færeyingar standa hins vegar einir og geta eiginlega ekki litið niður á neinn og bent á jaðarmenningu út frá sér — nema hvað íslendingar reyna af veikum mætti að líta niður til Færeyinga af því að þeir studdust við okkar ritmál þegar þeir mótuðu sitt eigið, hlusta á útvarpið okkar og em eina þjóðin sem okkur tekst yfirleitt að vinna í fótbolta. Þessi afstaða er þó ekki sannfærandi því að innst inni vita allir að við emm á sama báti og því grípum við til annars ráðs til að breiða yfir smæð okkar: líkt og smávaxnir menn eru gjarnir á að tala hátt og bera sig dólgslega á mannamótum þá hafa íslendingar tekið þann kost að við- urkenna ekki smæð sína og tala alltaf eins og þeir séu alvöruþjóð við hlið annarra. Hjá þeim sé allt stærst, best og mest miðað við fólksfjölda og því sé ástæðulaust að bera nokkra minnimáttarkennd í brjósti. En íslendingar eiga líka til að sækja að hinum Norðurlandaþjóðunum og segja að þeir séu ekki jaðarmenning þeirra heldur hafi íslenska og íslensk menning svipað gildi fyrir menningu Norðurlanda og latína og arfur Rómverja fyrir Suður-Evrópu. Þeirra menning sé miðmenning í þeim skilningi. A miðöldum skrifuðu Islendingar eddukvæðin sem höfðu lifað á munni Norð- urlandabúa í margar aldir og sömdu sögu- bækur um norræna guði, konunga og fornkappa sem annars væru litlar heimildir um. Og það sem meira er: íslendingar geta ennþá lesið vandræðalaust það mál sem þjóðimar áttu sameiginlegt fyrir þúsund ár- um og hafa því meiri tilfinningu fyrir sam- eiginlegri arfleifð þeirra en hægt er að öðlast með lestri þýðinga eða málanámi og skólasetum. Á íslandi sköpuðust líka aðrar aðstæður en annars staðar á Norðurlöndum. Þar var nýtt land numið á seinni hluta 9. aldar af fólki sem kom ekki bara beint frá Noregi. Margir höfðu dvalið á Bretlandseyjum í eina eða tvær kynslóðir og kynnst þar gel- ískri menningu, krismi og kvæða- og 10 TMM 1990:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.