Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 93
Hjálmar Sveinsson Fáein orð um Robert Walser Robert Walser átti sér fjölmarga aðdáendur meðal þýskra rithöfunda á þriðja áratug þessarar aldar. Hermann Hesse skrifaði rit- dóm um bókina Poetenleben eftir Walser árið 1917 þar sem hann sagði: „Heimurinn væri betri ef Robert Walser ætti hundrað- þúsund lesendur.“ Það hefði eflaust glatt Hesse að heyra að á síðustu árum hefur vaknað upp mikill áhugi fyrir Walser í þýskumælandi löndum. Og það þýðir von- andi að heimurinn fari batnandi. Annar frægur aðdáandi Walsers var Franz Kafka. Vinur hans, Max Brod, hefur sagt frá því að Kafka hafi stundum komið í heimsókn til sín og lesið texta Walsers upp- hátt. Kafka var heillaður af „prósum“ Wals- ers og skáldsögunni Jakob von Gunten og enginn vafi leikur á að fyrsta bók hans, Athuganir (Betrachtungen) var skrifuð undir áhrifum frá Walser.. Walser sá lengst af fyrir sér með því að semja texta fyrir alls konar vikublöð og tímarit sem sum hver voru ekki af vandaðri gerðinni. Hann var alltaf blankur og á stöð- ugum flækingi milli leiguherbergja. Lán- leysi hans minnir stundum á ofvita Þór- bergs Þórðarsonar og söguhetjuna í Sulti eftir Hamsun. Walser var S visslendingur og fæddist árið 1878 í borginni Biel. Hann átti stóran syst- kinahóp og fátæka foreldra og fór átján ára gamall til Zúrich þar sem hann vann fyrir sér sem kontóristi í nokkur ár. í Zúrich skrifaði hann fyrstu bók sína og kallaði hana RitgerðirFritz Kochers. Hann flutti til Berlínar árið 1905 en þar bjó bróðir hans, Karl Walser, sem var allþekktur leikmynda- teiknari og listmálari. Walser gekk fyrst um sinn í þjónaskóla í Berlín en fór síðan al- farið að drabba í skáldskap. Hann bjó við bágan kost í stórborginni en undi samt hag sínum vel fyrstu árin. Hann slarkaði með skáldum og listamönnum, orti ljóð og samdi þijár skáldsögur. Ein þeirra gerði lukku hjá kollegum hans í rithöfundastétt og hjá einstaka gagnrýnanda. Þetta var sag- an Jakob von Gunten sem byggði á reynslu Walsers af þjónaskólanum. Walser sneri aftur til Sviss eftir að hafa búið í tæp átta ár í Berlín. Hann settist að í Biel, spásseraði úti í náttúrunni og skrifaði ógrynni af stutt- um prósatextum. Árið 1921 flutti hann til Bemar og bjó þar við krappari kjör en nokkru sinni fyrr. Hann gerðist einrænn og árið 1929 var svo komið að hann þurfti að leggjast inn á geðveikrahæli. Hann dvaldi á hælinu í þau tæpu þijátíu ár sem hann átti eftir ólifuð. TMM 1990:4 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.