Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 71
(hamars víf, „tröllkona“, hamarsbúi, berg- búi, björgólfur, bergjarl o.s.frv.).13 Orðið bergrisi í landvættasögu bendir vitaskuld í sömu átt, þótt Snorri hirði ekki um að geta heimkynnis hans. Átti bergrisinn inni í fjall- inu ofan við Hjalla í Ölfusi þar sem Þórodd- ur goði hefur sennilega búið? Hvemig sem þessum málum kann að vera farið, þá er freistandi að gera ráð fyrir því að Jám- grímur eigi að minna á Skafta lögsögumann Þóroddsson. Hann er sonur þess manns sem bergrisinn táknar í landvættasögu, og auk þess em afskipti hans af brennumálum býsna varhugaverð, þótt þau komi raunar lítt heim við lýsingu Jámgríms á hlutverki sínu. í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (441) segir frá fyrirburði sem á að hafa gerst aðfangakveld jóla. Guðmundur nokkur er á heimleið frá silungsveiði, og í myrkrinu „gekk maður að honum mikill og ákaflega þreklegur. Hann var í kufli og lét slota hattinn.“ Hatturinn kemur hér í staðinn fyrir dulargrímu, og svo dimmt er á þessari skammdegisstund að henni svipar til nætur (grímu). Aðspurður kveðst hann heita Járn- grímur og vera á leið upp í Homskarp, en sama kveld var veginn maður í Homskarpi af systursyni sínum. Lítill vafi er á að þessi Jámgrímur á að tákna Óðin, og heimsókn hans til Homskarps bendir til vígs. Náskyld frásögn er í Böglunga sögum: örstutt ævin- týri af smið sem hjálpar Óðni að jáma hest. Smiðurinn spyr hvert förinni sé heitið, og Óðinn segist ætla að ríða austur í Sparmörk um kveldið, sem var hörð sjö daga reið. „Fjómm nóttum börðust þeir síðar í Len- mm, Sörkvir konungur og Eiríkur konung- ur.“ Hér eins og víðar fer Óðinn í heimsókn í því einu skyni að hrinda af stað sundmngu og vígum. Yfirlýsing Jámgríms að Lóma- gnúpi að hann ætli til alþingis vekur svipað- an grun, enda leiða eijur þar til oirustu og mannfalls. Um Jámgrím Njálu er það sérstaklega tekið fram að hann hafi verið í geitheðni, og er slíkt merkilegt atriði af tvennum sökum. í fyrsta lagi minnir búnaður karls á jötuns- nafnið Geitir og orðið geitla sem merkti „tröllkonu.“ Á hinn bóginn bregður fyrir einstaka nafnorði sem em bæði Óðinsheiti og hafursheiti, svo sem Grímnir og Geir- ölnir. Þegar haft er í huga hve mikinn áhuga fornmenn höfðu á merkingum sérheita, þá er það engan veginn óhugsandi að höfundur Njálu hafi sett fyrra liðinn í örnefninu Lómagnúpur í samband við lóm í merking- unni „svik“, þótt vitaskuld virðist gnúpur- inn kenndur við fuglinn lóm. Enginn skyldi láta sér bregða þótt Jám- grímur feigðarboði í draumi Flosa dragi nokkum dám af Óðni. Víða í fornum ritn- ingum vomm þar sem raktir em kynlegir atburðir virðist hinu foma sigurgoði nor- rænna manna bregða fyrir. Um þetta mál mun ég fjalla á öðmm vettvangi, en hér skal látið nægja að minna á það hlutverk sem valkyrjur leysa af hendi með mikilli prýði í Njálu þegar þær kveða Darraðarljóð og vefa örlög manna, rétt um það leyti sem Bijánsbardagi, annar ískyggilegur atburður sögunnar, á sér stað. Um valkyrjur segir Snorri á þessa lund í Eddu (1931; 40): „Þær sendir Óðinn til hverrar orrustu; þær kjósa feigð á menn og ráða sigri.“ Önnur tengsl með Óðni og valkyrjum þarf ekki að rekja að sinni. Freistandi er að gera ráð fyrir því að vísa Járngríms beri vitni um áhrif frá Merlínus- spá Gunnlaugs Leifssonar munks (d. 1219). Kenningin heila borg kemur hvergi fyrir að fornu nema hjá Jámgrími og Gunnlaugi TMM 1990:4 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.