Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 73

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 73
Sandra Sif Einarsdóttir þær geti hafit fyrir hefðbundnar hugmyndir um kyngervisímyndir landnámsaldar ef greiningar Hildar eru réttar. Kyngervi og haugfé: gamlar og nýjar hugmyndir Þegar Kuml og haugfé var endurútgefin árið 2000. sama ár og grein Hildar birtist í Arbókmm. var á engan hátt re\nt að svara þeim spumingum sem niðurstöður hennar draga fram í dagsljósið þrátt fy rir aö markmið endurútgáfunnar væri að uppfæra eldri niðurstöður og bæta við nýjum upplýsingum. Ritstjóri nýrrar útgáfii Kumls og haugfjár hefúr þó augljóslega verið meðvitaður um þær því hann vitnar þar í grein Hildar. Það eina sem kemur fram um málið er að ,,[v]ið meinafræðilega rannsókn á beinunum kom sú athyglis- verða niðurstaða í ljós að þessi einstak- lingur hefur að öllum líkindum verið vanaður.“ og að k\ n hans verði ekki ráðið af beinunum (Kristján Eldjám. 2000, bls. 106-107). Að ekki sé fjallaö ítarlegar um rnálið er mjög sérkennilegt, vegna þess að tilgátan kollvarpar hefðbundnum hugmyndum um birtingann\ndirk\ngerva í haugfé. Fíngerður, kvenlegur og hárórna er líklegast ekki sú mynd sem kemur f\'rst upp í huga fólks um þá einstaklinga sem grafhir vom með spjót, sverð og skjöld. Hingað til hefur yfírleitt verið gefið til kvnna í skólabókum til sögukennslu að aðeins heljarmenni á borð við þau sem birtast í Islendingasögunum hafi verið heygð með alvæpniý Einstaklingurinn sem fannst grafinn á Öndverðamesi er fjarri því að flokkast til heljamienna en hver getur ástæða þess verið að lrann hafi verið grafinn með alvæpni? Ef einstaklingurinn hefúr veriö vanaður þá hefúr það átt sér stað snemma á ævinni og gagngert til þess að hafa áhrif á líkamsvöxt hans (Hildur Gestsdóttir. 2000, bls. 147). Slíktgeturað sjálfsögðu einnig hafa gerst af slysförum. Vönunin gæti auk þess hafa verið gerð í lækningaskyni eða að baki hennar legið trúarlegar ástæður. Hugsast getur aö þessum einstaklingi hafi verið ætlað ákveðið hlutverk allt frá fæðingu, að vönun hafí verið hluti af því ferli og vopnin sem með honum fylgdu í gröfína þá táknræn fyrir það hlutveik. Það er vel þekkt að í sumum samfélögum em bæði geldingar og tvíkvnjungar (e. hermaphrodites) álitnir vera af sérstöku kyni, svokölluðu .,þriðja kyni". Þeirgegna þá ákveðnu hlutverki og öðlast jafnvel sérstakan sess i goðafræði samfélagsins. Mynd 1 Sköpun víkingaímyndar frá 12. öld (Hildebrand, 1882). 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.