Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 4

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 4
4 2 / 2 0 0 4 FRÁ RITSTJÓRN Sjaldan eða aldrei hefur at-hygli fjölmiðla og almenn- ings beinst eins mikið að störf- um okkar lögmanna og fræði- grein okkar, lögfræði, eins og undanfarið. Staðreyndin er sú að fjöl- miðlar, sama hverjir eigendur þeirra eru, hafa í dag mikil áhrif á störf lögmanna, sérstak- lega í þeim málum sem koma fyrir dómstóla. Þannig má búast við því að niðurstaða héraðsdóms eða Hæstarétt- ar í einstöku máli sé komin í fréttir rétt eftir dómsuppsögu og jafnvel áður en viðkomandi málflytjandi hafi náð að kynna sér efni dómsins nægilega og kynna fyrir umbjóðanda sínum. Sú spurning vaknar óhjákvæmilega við mat á því hvort áfrýja eigi dómi til Hæstaréttar hvort aðili dómsmáls sé til- búinn að fá aðra umfjöllun um málið, eða eftir atvikum útreið, í fjölmiðlum eftir dóm Hæstaréttar. Staðreyndin er því mið- ur sú að þegar fjölmiðlar fjalla um dóms- mál þá einblína þeir yfirleitt einungis á niðurstöðuna en líta framhjá þeim lög- fræðilega ágreiningi sem var uppi í mál- inu, um túlkun laga og réttarheimilda og þar með sjónarmiðum aðila málsins. Mun alvarlegra er þegar fjölmiðlar komast yfir upplýsingar eða gögn í opin- beru máli og birta við upphaf rannsóknar eða á rannsóknarstigi, án tillits til rannsóknarhagsmuna eða þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli. Ritstjóri hefur orðið vitni að slíkri fjölmið- laumfjöllun þar sem engir fyr- irvarar voru gerðir um að rann- sókn málsins væri að hefjast heldur var hinn kærði fundinn sekur og margvíslegar ávirð- ingar bornar á kæranda. Þar er reyndar ekki við fjölmiðla að sakast heldur frekar þá aðila sem hafa viðkomandi upplýsingar og eiga að varð- veita sem trúnaðarmál en gera það ekki. Hlutverk fjölmiðla er að flytja fréttir. Mat á því hvað þykir fréttnæmt hverju sinni hlýtur því alltaf að vera hjá frétta- mönnum og ritstjórn viðkomandi fjöl- miðils. Fjölmiðillinn verður hins vegar að vera algerlega hlutlaus í fréttaflutningi sínum til almennings. Einstakar skoðanir fréttamanna, ritstjórnar eða eftir atvikum eiganda fjölmiðils um tiltekna frétt, eiga ekki að vera sýnilegar í fréttaumfjöllun- inni heldur birtast á öðrum vettvangi. Að lokum ítrekar ritstjóri þá ósk að fé- lagsmenn sendi inn greinar eða ábend- ingar um hugðarefni sín þannig að Lög- mannablaðið geti þjónað þeim tilgangi að vera vettvangur skoðanaskipta lög- manna. Gleði legt sumar ! Guðrún Björg Birgisdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.