Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 35

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 35 bankans. Áhrif hjöðnunar verðbólgunnar að undanförnu gætu hins vegar átt eftir að koma fram. Verðbólguspá Seðlabankans Eins og áður hefur komið fram er spáin sem birtist í þessu hefti Pen inga- mála uppfærsla á þjóðhags- og verðbólguspá sem birt var í sept ember. Frá síðustu spá hafa stýrivextir bankans hækkað um 0,75 prósentur og eru nú 10,25%. Á sama tíma hefur gengi krónunnar hækkað um 6%. Birtir eru þrenns konar verðbólguferlar. Í svokallaðri grunnspá er gengið út frá óbreyttum stýrivöxtum og óbreyttu gengi krónunnar út spátímabilið, þ.e.a.s. að gengisvísitala erlendra gjaldmiðla verði u.þ.b. 102 stig. Að auki eru birtir tveir mismunandi verðbólguferlar sem byggj ast á breytilegum vöxtum og gengi. Verðbólguhorfur hafa heldur batnað... Frá því í september hafa verðbólguhorfur heldur batnað. Í kjöl- far stýrivaxtahækkunar Seðlabankans hafa raunvextir hækkað og Ramma grein VIII-1 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum Meðfylgjandi tafla sýnir efnahagsspár sérfræðinga á fjármálamarkaði sem gerðar voru um miðjan nóvember sl. Sem endranær voru þátt- takendur í könnuninni greiningardeildir Íslandsbanka hf., KB banka hf., Landsbanka Íslands hf. og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir í fyrsta skipti spurðir sér stak lega um verðbólguhorfur til eins og tveggja ára. Einnig var beð ið um nokkru nánara álit á vaxtaferli Seðlabankans en gert hefur verið áður, þ.e. hvenær og við hvaða gildi hámarki og lágmarki stýri- vaxta yrði náð innan spátímabilsins. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í september sl. er að þeir gera ráð fyrir heldur meiri hagvexti í ár og á næsta ári, jafnari verð- bólgu þróun, hærri stýrivöxtum og styrkari krónu. Sérfræðingar spá meiri verðbólgu en í grunnspá Seðlabankans Eins og í september telja sérfræðingarnir að verðbólgan verði töluvert yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans allt spátímabilið. Mat á verðbólgu yfir árið og milli ársmeðaltala 2005 er nær óbreytt frá því síðast og samhljóða spá Seðlabankans sem varla kemur á óvart þar sem langt er liðið á árið. Yfir árin 2006 og 2007 búast spámenn að meðaltali við 4,4% og 4,2% verðbólgu en samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður verðbólga heilli prósentu lægri í báðum tilvik- um. Sérfræðingarnir telja að verðbólga milli ársmeðaltala verði tæp- lega 4% árið 2006 og fari í 4½% árið 2007 en samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður verðbólgan 3,3% og 3,6%. Hafa verður í huga að í grunnspánni er reiknað með óbreyttum vöxtum og gengi á spátímabilinu, ólíkt spám sérfræðinganna. Töluvert skiptar skoðanir á hagvaxtarhorfum Sérfræðingarnir spá meiri hagvexti árin 2005-2006 en þeir gerðu í september en álíka miklum árið 2007. Töluverður munur er þó á milli einstakra aðila. Að meðaltali reikna þeir með 6,3% hagvexti í ár og 5,3% á næsta ári, en 1% árið 2007. Í spá Seðlabankans er jafn ari hagvöxtur á tímabilinu: 4,7% á árinu sem er að líða, 6,6% á næsta ári og 4,1% árið 2007. Samanburður við verðbólguferla Seðlabankans Ástæða er til að ítreka að í grunnspám Seðlabankans er reiknað með óbreyttum stýrivöxtum og gengisvísitölu á spátímabili og því verður % Mynd VIII-7 Verðbólguvæntingar Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 8. nóvember 2005 Verðbólguvæntingar almennings og stærstu fyrirtækja eru til næstu tólf mánaða, verðbólguspár sérfræðinga á markaði miðar við tólf mánaða verðbólgu til loka árs 2006. Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðbólguálag ríkisbréfa til átta ára Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguspár sérfræðinga á markaði Verðbólguvæntingar almennings 2 3 4 5 6 200520042003 . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.