Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 97

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 97
L ÍFEYRISS JÓÐIR – FRAMTÍÐARHORFUR OG ÓVISSUÞÆTTIR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 97 má nefna að olíusjóður Norðmanna er um 60% af landsframleiðslu þeirra. Hugum að helstu fjárfestingarleiðum. Lánveitingar lífeyrissjóðanna til íbúðakaupa, reiknaðar sem hlut- fall af landsframleiðslu, hafa verið býsna stöðugar síðasta áratuginn eða á bilinu 26-31% af VLF. Á sama tíma hefur hlutfall hreinnar eignar sjóðanna af landsframleiðslu tvöfaldast, farið úr 51% í 102%. Innlánsstofnanir hófu að bjóða viðskiptavinum sínum fasteigna- lán á nýjum og rýmri kjörum í ágúst 2004, en áður höfðu þær ein- ungis lánað lítillega með veði í fasteignum. Í lok september 2005 var staða þessara nýju lána 281 ma.kr. Að hluta til, eða u.þ.b. 27%, hefur Íbúðalánasjóður fjármagnað þessi lán innlánsstofnana með kaupum á lánasamningum af þeim. Að öðru leyti virðast innlánsstofnanirnar hafa fjármagnað fasteignalánin með skuldabréfaútgáfu erlendis. Síðan veiting fasteignalánanna hófst í ágúst 2004 og til septemberloka 2005 hefur erlenda skuldabréfaútgáfan aukist um 798 ma.kr., sjá mynd 14. Breytingarnar á fasteignalánamarkaði við frumkvæði bankanna voru svo miklar og hraðar að enn er óljóst hvaða áhrif þær muni hafa á innlendar lánveitingar lífeyrissjóðanna. Húsnæðislán til langs tíma falla vel að starfsemi lífeyrissjóða. Með 65% veðhlutfall voru þetta ákafl ega örugg lán. Með því að hækka veðhlutfallið í 90-100% og lækka vexti náðu bankarnir til sín drjúgum hluta af þessum markaði og stækkuðu hann um leið. Með 90% veðhlutfalli eru þetta áhættu- samar lánveit ingar11, enda hefur Landsbankinn nú lækkað það í 80%. Líf eyrissjóðirnir gætu orðið bakhjarl bankanna við húsnæðislán, en þar yrðu þeir í samkeppni við erlendan lánamarkað um vexti. Lífeyrissjóðirnir eru nú þegar umsvifamiklir víðar á innlendum markaði. Þeir eiga um 12% af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Af markaðsskuldabréfum í heild eiga þeir um 47%. Sem dæmi má nefna að af verðbréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði (hús- bréf, húsnæðisbréf og íbúðabréf) eiga þeir 41% en til samanburðar má nefna að bankarnir eiga 32% af þeim bréfum. Ekki blasir því við í fl jótu bragði hvaða fjárfestingarmöguleika lífeyrissjóðirnir eiga innan- lands með þann stóra stabba sem þeir munu hafa til umráða næstu ára- tugina. Helst mætti horfa til fjárfestinga í stórvirkjununum. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2004 skuldaði hún rúma 100 ma.kr. og eigið fé var rúmir 50 ma.kr. Kostnaðurinn við að reisa Kárahnjúkavirkjun, þar sem uppsett afl er 690 MW, er áætlaður um 90 ma.kr. Samanlagt afl annarra virkjana Landsvirkjunar er 1215 MW svo að bókhaldsreglurnar sem þarna er unnið eftir virðast vanmeta verðmæti virkjananna. Annar möguleiki, sem e.t.v. væri fyrir hendi, er að innlánsstofn- anir myndu í auknum mæli gefa út skuldabréf innanlands og selja lífeyr- issjóðunum. Eins og fram kemur á mynd 14 hafa þær aðallega gefi ð út skuldabréf erlendis, yfi r 90% af skuldabréfaútgáfu þeirra er á erlend- um markaði. Lífeyrissjóðirnir eiga langstærsta hluta þess sem innláns- stofnanirnar hafa gefi ð út innanlands til þessa. Ofangreindar hugleið- ingar um innlenda fjárfestingarkosti benda til þess að lífeyrissjóðirnir muni stórauka fjárfestingu erlendis. Ávöxtun erlendra verðbréfa mun því skipta sköpum fyrir framtíð þeirra. 11. Guðmundur Guðmundsson, Áhætta við hærri veðsetningu íbúðarhúsnæðis. Peningamál 2005/2, bls.55-60. 0 300 600 900 1200 1500 1800 Innlend verðbréfaútgáfa Erlend verðbréfaútgáfa 200520042003 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 14 Verðbréfaútgáfa innlánsstofnana janúar 2003 - september 2005 Ma.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.