Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 38 ingastefnunnar. Spá með breytilegu gengi og vöxtum getur hins vegar gefið raunsærri mynd af líklegri framvindu, sérstaklega við svip aðar aðstæður og nú eru til staðar. Raungengi er mun hærra en líklegt er að geti staðist til lengdar, en þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að gengið hald- ist í sögulegu hámarki allt spátímabilið eru verð bólgu horfur samkvæmt grunnspánni óhagstæðar. Því blasir við að verðbólgumarkmiðið muni ekki nást nema stýrivextir verði hækkaðir á spátímabilinu. Greiningaraðilar gera ráð fyrir frekari hækkun stýrivaxta og lægra gengi en miðað er við í grunnspánni Seðlabankinn spáir ekki eigin vöxtum, en með því að nota vænt- ingar markaðs- og greiningaraðila um vaxtaþróunina má reikna verð bólguferil út frá breytilegum vöxtum og gengi. Í september var horfið frá því að nota fólgna framvirka vexti sem mælikvarða á vænta stýrivexti á spátímanum, því að þeir þóttu ekki gefa raunsæja mynd af væntingum á fjármálamarkaði. Þessi vandi hefur aukist enn frekar frá því í september með aukinni útgáfu erlendra aðila á skulda- bréfum í krónum, sem með óbeinum hætti hefur haft veruleg áhrif á verðmyndun óverðtryggðra skammtímaverðbréfa, eins og áður hefur verið vikið að. Þess í stað er notast við vaxtaferil sem meta má út frá svörum sérfræðinga á fjármálamarkaði um þróun stýrivaxta til næstu tveggja ára, eins og lesa má út úr mynd III-4 á bls. 15 og fjallað er nánar um í rammagrein VIII-1. Samkvæmt þeim munu stýrivextir ná hámarki um mitt næsta ár þegar þeir verða orðnir næstum 12%. Í kjölfarið lækka þeir smám saman og verða orðnir tæplega 8% í árslok 2007. Þessi vaxtaferill felur í sér að stýrivextir verða að meðaltali um 11½% á næsta ári og um 9% árið 2007, í stað 10,25% bæði árin í grunnspánni. Stýrivextir yrðu því töluvert hærri en í grunnspánni á næsta ári og allt fram á vormánuði 2007. Út frá ofangreindum ferli stýrivaxta, erlendum vaxtaferli og að gefnu óvörðu vaxtajafnvægi má reikna gengisferil sem notaður er við gerð verðbólguspárinnar.12 Samkvæmt þessari aðferð mun gengis- vísitala krónunnar lækka smám saman á tímabilinu og verða nálægt 115 stigum í lok árs 2007, sem telst tiltölulega hófleg lækkun í saman- burði við spár sérfræðinga á fjármálamarkaði (sjá rammagrein VIII-1). Verðbólguhorfur verulega verri gefi gengið eftir að óbreyttri peningastefnu... Til viðbótar við áðurnefndan verðbólguferil með breytilegum vöxt- um og gengi er einnig gagnlegt að skoða verðbólguferil sem bygg- ist á óbreyttum stýrivöxtum frá spádegi, eins og í grunnspánni, en gengis ferli sem reiknaður er út frá óvörðu vaxtajafnvægi, eins og fyrri verð bólguferillinn. Þessi verðbólguferill gefur hugmynd um hvernig verð bólgan gæti þróast ef gengið tæki að gefa eftir í samræmi við vaxtajafnvægið, en án þess að Seðlabankinn bregðist við. Eins og mynd VIII-9 sýnir yrði verðbólga töluvert meiri en í grunnspánni eða 4½% í lok spátímans, í stað 3½% í grunnspánni. Aðhald pen inga- stefnunnar er minna í þessu dæmi en í hinum tveimur, því að bæði 12. Ferillinn er reiknaður út frá viðskiptavegnum framvirkum vöxtum en þó þannig að gert er ráð fyrir áhættuþóknun sem rekur fleyg á milli innlendra og erlendra vaxta. 1 2 3 4 5 20072006200520042003 Grunnspá Verðbólguferill með breytilegum vöxtum og gengi Verðbólguferill með föstum vöxtum og breytilegu gengi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd VIII-9 Mismunandi verðbólguferlar Seðlabankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.