Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 57

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 57
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 57 lánveitingar sínar.4 Ástæða þess er að hátt lánshæfi stofnana á borð við Alþjóðabankann gerir skuldabréf á þeirra vegum að öruggum fjárfest- ingarkostum þótt þau séu í framandi gjaldmiðli. Einkum fyrir nýja fjár- festa sem kunna vel að meta að geta skilið á milli greiðsluáhætt unnar, þ.e áhættunnar á að útgefandi standi ekki við skuldbindingar sínar, og gjaldmiðlaáhættunnar. Innlendum fjárfestum opnast einnig nýj ar leiðir til að auka dreifi ngu í eignasöfnum sínum. Eyjaálfa Ástralía og Nýja-Sjáland gerðu stórtækar breytingar á fjármála mörk uð - um sínum í upphafi níunda áratugarins og bæði löndin fylgdu ströngu að haldi í peningastjórn á sama tíma til að berjast gegn mikilli verð - bólgu. Einn liður í aukinni frjálsræðisvæðingu markaðarins var að leyfa erlenda útgáfu skuldabréfa í eigin gjaldmiðli og urðu kíví- og keng- úru skuldabréfi n5 svokölluðu fl jótt afar vinsæl meðal smárra fjárfesta í Evrópu.6 Ein lykilástæða á bak við vinsældir þessara bréfa var að vel þróaðir markaðir fyrir skiptasamninga voru fyrir hendi í löndunum tveimur. Ástæða þess var að innlend fyrirtæki, bæði almenn hlutafélög og opin- ber fyrirtæki, fengu verulegan hluta tekna sinna í erlendum gjaldmiðli og vildu takmarka gjaldmiðlaáhættu sína með gjaldeyrisskiptasamn- ingum og bankakerfi ð var nægilega þróað til að bregðast við þess ari eftirspurn. Bankarnir nýttu einnig þessa skiptasamninga til að fjár- magna fasteignalán til almennings á föstum vöxtum til langs tíma. Frá byrjun tíunda áratugar síðustu aldar hafa erlendir útgefend- ur einnig getað gefi ð út skuldabréf á innlendum markaði í löndunum tveimur og hefur þátttaka erlendra fjárfesta á innlendum markaði auk ist til muna. Nánar verður fjallað um reynslu Nýsjálendinga síðar í greininni. Norðurlöndin Í byrjun níunda áratugarins leyfðu Norðurlöndin, að Íslandi undan- skildu, viðurkenndum alþjóðlegum fjármálastofnunum að gefa út skulda bréf í gjaldmiðlum landanna. Flest bréfi n voru keypt af erlend um fjárfestum í Evrópu og Japan sem löðuðust að háum vöxtum í lönd un- um á þessum tíma. Suður-Evrópa Spánn, Portúgal og Grikkland voru næsti hópur ríkja til að leyfa erl enda útgáfu skuldabréfa í eigin gjaldmiðli. Innlendur ríkisskuldabréfa markaður var vanþróaður í þessum löndum þegar þau hófu aðlög un arferlið í tengslum við inngöngu ríkjanna í Evrópusambandið. Al þjóðlegar fjár- 4. Það er reyndar ekkert nýtt að Alþjóðabankinn sé frumkvöðull á alþjóðlegum skuldabréfa- markaði því að bankinn gerði fyrsta skiptasamninginn á markaðnum árið 1981 (sjá Görmez og Yilmaz, 2005). 5. Skuldabréf sem eru gefi n út í gjaldmiðlum Ástralíu og Nýja-Sjálands á Japansmarkaði eru hins vegar kölluð Uridashi. 6. Þar sem fullt frelsi er á fjármagnsflutningum á milli landa er í raun ekkert sem kemur í veg fyrir að erlendir aðilar gefi út skuldabréf í gjaldmiðlum viðkomandi landa. Slíku frelsi var komið á innan Evrópusambandsins þann 1. janúar 1993 og í ársbyrjun 1995 komst það á í fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra ríkja. Í löndum þar sem takmarkanir eru á fjármagnsflutningum geta löndin sjálf haft veruleg áhrif á hvort erlendir aðilar geti gefið út skuldabréf í gjaldmiðli landanna þar sem erlendu útgefendurnir þurfa á mótaðilum í löndunum sjálfum að halda. Þess vegna er rætt um að löndin hafi leyft útgáfu erlendra aðila í innlendum gjaldmiðli í umfjölluninni hér að ofan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.