Peningamál - 01.11.2007, Side 35

Peningamál - 01.11.2007, Side 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 35 frá í rammagrein IV-3 og kafla II) gera það að verkum að hagvaxtar- horfurnar eru ekki bjartari í ár þrátt fyrir að samdráttur innlendrar eftirspurnar sé nokkru minni en í júlíspánni. Spáð er ½% hagvexti á næsta ári þegar álútflutningur tekur loks við sér af fullum krafti, en 2% samdrætti landsframleiðslunnar árið 2009. Það er umtalsverður samdráttur en hann verður að skoða í samhengi við nær tveggja áratuga samfellt hagvaxtarskeið. Með hraðri lækkun stýrivaxta niður fyrir jafnvægisvexti styður peningastefnan við efnahagslífið og spáð er rúmlega 2% hagvexti árið 2010. Rammagrein IV-3 Breytingar á þjóðhagsspá frá Peningamálum 2007/2 Árangur peningastefnu veltur að töluverðu leyti á því að markmið hennar séu skýr í augum almennings og framkvæmd hennar kerfi s- bundin, gagnsæ og trúverðug. Þjóðhags- og verðbólguspár sem birt- ast í Peningamálum gegna mikilvægu hlutverki í þessu samhengi. Greining á framvindu og horfum í efnahagsmálum tekur breyting- um eftir því sem haldbetri upplýsingar liggja fyrir. Mat á æskilegum stýrivaxtaferli er því einnig breytilegt. Einn þáttur gagnsærrar fram- kvæmdar peningamála er að gera skilmerkilega grein fyrir áhrifum nýrra upplýsinga á líklega framvindu efnahags- og peningamála. Í þessari rammagrein er greint frá helstu breytingum sem orðið hafa á þjóðhagsspá frá Peningamálum 2007/2 en í rammagrein IX-1 er fjallað um breytingar á spá um verðbólgu og drifkrafta hennar. Hægari aðlögun að sjálfbæru jafnvægi efnahagslífsins og kostnaðarsamari verðbólguhjöðnun en í síðustu spá Endurskoðaðar tölur þjóðhagsreikninga og aðrir hagvísar sem hafa litið dagsins ljós frá því í júlí staðfesta það sjónarmið sem fram kom í síðustu Peningamálum að meiri kraftur hafi verið í efnahagslífi nu í fyrra en fyrstu áætlanir um hagvöxt sýndu. Vísbendingar um að vöxtur einkaneyslu myndi aukast á öðrum og þriðja fjórðungi þessa árs, eftir skammvinna lægð þar á undan, hafa einnig verið staðfestar. Fjárfesting hefur einnig verið meiri en gert var ráð fyrir í júlí spánni. Aðlögun efnahagslífsins að sjálfbæru jafnvægi á því lengra í land en áður var talið. Horfur eru á að verðbólga verði meiri fram á þriðja fjórðung næsta árs en gert var ráð fyrir í júlí (sjá nánar í rammagrein IX-1). Að óbreyttum stýrivaxtaferli yrðu raunstýrivextir því lægri en reiknað var með í júlí. Stýrivaxtaferillinn sem grunnspá Peningamála í júlí byggðist á virðist því ekki leiða til nægilega hraðrar aðlögunar efnahagslífsins að jafnvægi til þess að verðbólgumarkmiðið náist innan ásættanlegs tíma. Grunnspáin sem hér birtist felur í sér að stýrivextir verði hækkaðir tvívegis og að lækkun þeirra seinki um einn ársfjórðung. Verðbólguhjöðnunin verður samt hægari og kostn- aðarsamari en í síðustu grunnspá. Meiri vöxtur einkaneyslu í ár og fram á mitt næsta ár en í síðustu grunnspá Í endurskoðaðri grunnspá er gert ráð fyrir mun meiri vexti einka- neyslu í ár en í síðustu spá. Áætlun Hagstofu Íslands um vöxt á öðr- um fjórðungi ársins var um tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir í júlí og veltutölur gefa vísbendingu um enn meiri vöxt á þriðja fjórðungi. Endurskoðun á vexti ráðstöfunartekna og styrk uppgangsins á fast- eignamarkaði stuðlar að töluvert meiri einkaneyslu fram á miðbik næsta árs en í síðustu spá. Upp frá því dregst einkaneysla hins vegar saman líkt og í síðustu grunnspá. Grunnspá PM 2007/2 Grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 1 Þróun einkaneyslu 2005-2009 -8 -4 0 4 8 12 16 20092008200720062005 Grunnspá PM 2007/2 Grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 2 Þróun atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju 2005-2009 -30 -20 -10 0 10 20 30 20092008200720062005

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.