Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 31

Skírnir - 01.01.1967, Page 31
Skírnir Þrístirnið á Norðurlöndum 29 fyrir Austmönnum í bóta skyni. Af heimildinni í Islendinga sögu er svo að sjá, að Sæmundur hafi lagt þetta gjald almennt á kaupmenn, einnig í Vestmannaeyjum. Ormur, bróðir Sæ- mundar, hafði átt mikinn hlut í að stilla Sæmund til friðar. „Ok honum fór bezt af Qllum Oddaverjum.“ Þrátt fyrir þetta varð fjáruppptakan til þess, að Ormur var veginn. Það má næstum segja, að hér hafi verið háð nýlendustyrjöld út af verzlunarmálum, eins og stórveldin gjörðu á 19. öld. Það virð- ist einnig einsætt, að óróinn hér heima hafi vakið eftirtekt í Noregi. Hjá því gat ekki farið. Ástandið hefir orðið alvarlegt, ekki sízt vegna þess, að Norðmenn réðu yfir verzluninni og áttu hægt með að setja íslendinga í sveltikví. Norður í Mið- firði hafði það gjörzt, að Björn Þorvaldsson Gizurarsonar hafði látið draga mann úr kirkju norrænan og drejia i hefnd Orms. Allt benti til ófriðar. Úti í Noregi var þykkjan orðin það mik- il, að stjórnvöld bræddu með sér að senda her til Islands. Það varð þó eigi opinbert mál fyrr en 1200. Árið 1219 höfðu Norðmenn sett flutningsbann á ísland, en heimildir segja, að skip hafi komið það ár af Noregi til Islands. Varla verður túlkuð öðruvísi frásögn heimildanna. Ef til vill er þetta fyrsta flutningsbannið, sem sett er á land- ið, en fyrir kom sama fyrirbrigði síðar á Sturlungaöld sem liður í baráttu norskra valda að brjóta Islendinga á bak aftur, enda hið skæðasta vopn. Þegar hér er komið sögu, hafði það gjörzt eftir Alþingi 1218, að æðsti embættismaður þjóðarinnar, Snorri Sturluson, hafði tekið sér ferð á hendur til Noregs. Hann var þá enn lögsögu- maður. 1 Noregi voru þá höfðingjar orðnir Hákon konungur og Skúli jarl. „Tók jarl forkunnar vel við Snorra, ok fór hann til jarls.“ Hér er eftirtektarvert, að Snorri skuli þiggja vetr- arboð að jarli. Þetta má skýra á einfaldan hátt. Snorri er fæddur 1178, en Skúli jarl Bárðarson 1188 eða 89. Hákon konungur hins vegar er ekki fæddur fyrr en 1204 og ekki nema 14—15 ára, er Snorri kemur til Noregs. En konungur varð hann 1217, og féll Skúli Bárðarson fyrir honum í kjöri. Hér eru tvær kynslóðir á ferð. Snorri og Skúli eru af eldri kynslóðinni, en Hákon konungur hinni ungu. Milli þeirra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.