Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 34

Skírnir - 01.01.1967, Page 34
32 Magnús Már Lárusson Skímir og hún var búin að sigra í Svíþjóð fyrir skemmstu. Hin nána og sterka samvinna konungs og erkibiskups í Niðarósi varð til þess að veikja vald höfðingja frá því, sem að fornu hafði verið. Nú er það konungurinn, sem veitir nafnbætur og lén, í samræmi við hinar suðrænu skoðanir, og seinna á öldinni (1277) er breytt til um heiti, þannig að skutilsveinar verða riddarar, en lendir menn barúnar. Þetta gat enginn séð fyrir 1218-19. 1 sambandi við Snorra má hér nefna, að Islendinga saga skýrir svo frá, að þeir Hákon konungur og Skúli jarl gjörðu hann fyrst að skutilsveini og svo að lendum manni. Hákonar saga nefnir hins vegar, að Hákon konungur gaf honum lends manns nafn, en nefnir ekki Skúla í því sambandi, eins og eðli- legt er, eftir því sem fram hafði komið áður í rás sögunnar. Hákonar saga var rituð handa hinum fullvalda Noregskon- ungi, en faðir hans hafði brotið á bak aftur uppreisnarmann- inn Skúla. Það verður því óhjákvæmilega nokkur munur á framsetningu þessara tveggja verka eins og sama höfundar vegna forsendnanna. Þessi munur getur þó skipt máli. Þegar Snorri mælti ,Út vil ek‘ 1239, þá má vera, að hann hafi óhlýðn- azt konungi, en hitt má einnig vera, að hann hafi álitið sig eins skuldbundinn Skúla, því um leið og slík nafnbót er veitt, verður þiggjandinn að sverja veitanda trúnaðareiða. Og svo hefir eflaust verið gert 1220, er Snorri er gerður að lendum manni, hvort sem Skúli hefur gert hann að „fólgsnarjarli“ 1239 eða ekki. Böggull fylgdi skammrifi. Hinn nýi lendi maður átti að reka sérstakt erindi hér heima. fslendinga saga segir, að Snorri hafi ætlað heim um vorið. „En þó voru Nóregsmenn miklir óvinir fslendinga ok mestir Oddaverja — “. Var þá ráðin her- för til landsins eins og áður gat, og virðist Skúli jarl hafa verið helzti hvatamaður þess. Snorri latti fararinnar, sem kunnugt er, og varð ekki úr, heldur var hann látinn fara heim með nafnbót „at friða fyrir Austmönnum“ eins og Hákonar saga orðar þetta. Sú heimild getur þess og eins og íslendinga saga, að Snorri skyldi koma landinu undir konung. En um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.