Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1967, Síða 119

Skírnir - 01.01.1967, Síða 119
Skirnir íslenzk fræði í Tjekkóslóyakíu 117 mál. Rússneska og suðurslavnesk mál hafa hreyfanlega áherzlu, en í pólsku hvílir áherzlan á næstsíðasta atkvæði. Til dæmis um mikla stuðlasetningu, lærum vér í skólum þessa klausu um ágæti Slava: Slavme slavné slávu Slávu slavných ‘fögnum frægilega frægð hinna frægu Slava’. — En í ijekk- nesku hefir hljóðstafasetning aldrei orðið hyrningarsteinn bundins máls. Þótt unnt hefði verið að nota hana á reglubund- inn hátt eins og í eddukvæðum — en það er raunar hægara sagt en gert, því að samsvarandi orð í tjekknesku og íslenzku eru leidd af mismunandi rótum —, myndi tjekkneskur lesandi ekki skynja reglufestuna. Stuðlasetning yrði honum ekki ann- að en hljóðfegrun. Þess vegna eru ýmsir þeirrar skoðunar, að hljóðstafi eigi að fella brott í þýðingum úr stuðluðum germ- önskum kveðskap. Ég hefi þó notað stuðlasetningu til feg- urðarauka, þar sem henni varð við komið án þess að spilla eðlilegri framsetningu eða draga úr áhrifum, en ekki ríg- haldið í hana alls staðar, þar sem hana er að finna i frum- textanum. Idlutfallið milli stuðlasetningar í þýðingum mín- um og frumtexta hefir orðið 70 á móti 100. Auðvitað hefir málið sjálft og tengslin við tjekkneskan skáldskap ráðið nokkru um, hvaða orð hafa verið látin stuðla saman, svo að stund- um eru myndir dregnar öðruvísi upp en í frumtextanum. Tökum til dæmis 31. erindi Skírnismála: „Ver þú sem þistill, / sá er var þrunginn / í pnn ofanverða!“ sem Genzmer þýðir þannig: „Der Distel sei gleich, / Die dorrend oben / f/ber der Haustiir hangt“. Þetta hljóðar svo í minni þýðingu: „hud jako bodlák / vyhozené býlí / z otýpky obilí“, þ. e. ‘ver þú sem þistill, illgresi, sem fleygt er úr kornbindi’. Upphaf 39. og 41. erindis sama kvæðis: „Barri heitir . .. lundr lognfara“, hefi ég þýtt svo: „Barri se jmenuje . . . bo- rový háj“, þ. e. ‘Barri heitir furulundur’. Orðin borový háj ‘furulundur’ voru ekki aðeins valin vegna stuðlasetningar. Þá hefði eins mátt segja Barri — bfezový háj, þ. e. ‘Barri — birki- lundur’, sem hefði átt betur við íslenzka náttúru. Furulund- urinn varð fyrir valinu vegna hliðsjónar af fyrsta erindinu í merkasta sagnakvæði á tjekknesku, Máj, eftir Karel Hynek Mácha. Skírnismál eru líka óneitanlega ástarkvæði og e. t. v.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.