Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 159

Skírnir - 01.01.1967, Page 159
Skírnir Ritfregnir 157 Þessar fimm fyrstu bækur gefa, að því er virðist, nokkra bendingu um meginstefnu útgáfunnar, sem sé að gefa út íslenzk fróðleiksrit, forn og ný, og íslenzkar skéldsögur. Má þó vel vera, að útgáfan eigi eftir að færa út kvíarnar um efnisval, því að enn er hún á byrjunarstigi. Það er að sjálf- sögðu mikið vandaverk að velja í slíkt safn, svo að mætt sé smekk og óskum almennings. Alitaf hljóta þar að eiga sæti bækur, sem mikið hafa verið lesnar óður og komið út í mörgum útgáfum, en skemmtilegt er þó, að sjaldséðari bækur fylgi með. Af þessum fimm bókum eru þrjár al- menningi vel kunnar, en tvær þeirra eru áður lítt þekktar eða lesnar. Skáldsögurnar tvær eru alkunnar og hafa verið mikið lesnar að minnsta kosti af eldri kynslóðinni. Kristrún í Hamravik vakti mikla athygli, þegar hún kom út 1933, ekki sízt fyrir þann sérkennilega mállýzkustíl, sem á henni er, og líklega hefur hún hlotið mestar vinsældir af öllum skáld- sögum Hagalíns. Samt er hægt að láta sér detta í hug aðrar sögur eftir hann til slíkrar útgáfu, en líklega hefur það ráðið úrslitum, að þessi skáldsaga birtir sérkenni höfundarins fremur öðrum sögum hans. Kristrún i Hamravík kom út í leikritsformi 1935 og var færð á svið hér í Reykja- vík, en sagan sjólf hefur aðeins einu sinni verið endurprentuð, fyrir tæp- um tuttugu árum, svo að hún hefur ekki verið á boðstólum lengi. Höfundurinn skrifar hér ýtarlegan formála fyrir sögunni og gerir grein fyrir ritun hennar og úr hvaða jarðvegi hún er sprottin, hvaðan honum er runninn stilblær hennar og einnig af hvaða rótum efniviður- inn er. Anna frá Stóruborg er liin skáldsagan í flokknum. Það er líka vin- sæl skáldsaga og hefur verið mikið lesin af almenningi, en vandséð er, hvers vegna hún hefur verið valin af sögum Jóns Trausta, þessa mikla brautryðjanda í íslenzkri skáldsagnagerð. Ymsar aðrar sögur hans detta mér fyrr í hug, en kannski skapar stærð bóka einhver vandamál í sam- bandi við útgáfuna. Hinar bækurnar þrjár eru allar fræðilegs efnis, en fjarska ólikar, þó að uppistaða þeirra sé trú og lífsskoðun, þá er sagnritunaröld, galdraöld og nútíminn þrjór veraldir, sem virðast að minnsta kosti á yfirborðinu eiga fátt sameiginlegt. Líf og dauði, erindaflokkur Sígurðar Nordals, er hann flutti í útvarp í ársbyrjun 1940, vakti á sinum tíma geysimikla athygli. Hann ræddi við hlustendur af mikilli þekkingu og bæði skáldlega og skemmtilega um ýmisleg vandamál mannlegs lifs frá hinum miklu vegamótum lífs og dauða. Erindaflokkurinn var gefinn út 1940 með viðbæti og síðan 1943 i greinasafninu Áföngum. Síðasta erindið í flokki þessum: Ferðin, sem aldrei var farin, er sjálfstæð saga og verður áreiðanlega talin til sígildra skáldverka frá þessari öld, en þessi bók Sigurðar á ekki síður erindi til hugsandi manna nú en fyrir 25 árum. Að Pislarsögu síra Jóns Magnússonar er hinn mesti fengur. Hún var gefin út af Fræðafélaginu 1914, og sá Sigfús Blöndal bókavörður um út-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.