Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 50

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 50
Einar Sigurbjömsson í kristinni trúarhugsun eða guðfræði hefur alla tíð verið lögð áhersla á að tala lun Guð á þessa tvo vegu, á neikvæðan og á göfgandi hátt. Nefnist önnur leiðin „neikvæð guðfræði“ eða „neikvætt tal um guð“ (theologia negativa). Hin aðferðin að hefja hugtök í æðstu merkingu, þegar þau voru látin heyra upp á Guð, nefnist göfgunarleiðin (via eminentiae). Menn hafa valið að tala þannig um Guð, svo að ljóst megi vera, að Guð er leyndardómur, en ekki skurðgoð, sem hægt sé að ganga að og nota að eigin vild. En ef menn ganga of langt í neikvæðu tali um Guð, enda mexm í afneitun. Því þróaðist auk hinnar neikvæðu leiðar og göfgimarleiðarinnar þriðja leiðin, sem nefna má „samsvörunarleiðina“ (via analogica). Samkvæmt henni er hægt að nota jákvæð hugtök um Guð, en með þeim skilningi samt, að hugtakið merki ekki hið sama, þegar það er notað um Guð og þegar það er notað um eitthvað annað, jafnframt því sem hugtakið heldur einhveiju af merkingu sinni. Þegar Guð er t.d. nefndur „faðir“, er ekki átt við, að hann sé faðir eins og feður eru til á jörðu (via negativa), heldur verður að göfga hugtakið, þegar það er notað um Guð (via eminentiae). En um leið geymir hugtakið „faðir“, þegar það er notað um Guð, eitthvað af því, sem liggur í hugtakinu „faðir“ í mannlífinu, og er þar með samsvarandi eða analogískt. „Samsvörun“ eða „analogia“ merkir, að hugtak er í senn andstæðrar og sömu merkingar, þegar það er notað um Guð, svo að menn geta skilið, hvað við er átt, þegar nefningin á við Guð, og um leið gert sér grein fyrir, að nefningin er annarrar merkingar. Þetta gildir um öll hugtök, þegar þau eru notuð um Guð svo sem réttlæti, miskunn, kærleika og mátt. Þau eru samsvaranir eða analogiur og væri e.t.v. réttast að nota „líkingu“ sem þýðingu á „analogiu“. Margir guðfræðingar hafa þó fremur kosið að nota hugtakið „tákn“ (symbol) í stað „líkingar“. Meðal þeirra má nefna Paul Tillich (d. 1966) og Gustav Aulén (d. 1978). Bók hins síðamefnda, Dramat och symbolema, er mjög upplýsandi um eðli tungutaks trúarinnar. Ennfremur má benda rit enska guðfræðingsins John Macquarrie. „Eining sönn f þrennum greinum" Kenndin fyrir því, að tilveran sé leyndardómur og verði ekki að fullu skýrð út frá sjálfri sér og tala verði um í líkingum og jafnvel myndrænu táknmáli, metaforum, er almenn meðal manna. Táknin, sem menn nota til að skýra þessa kennd og gera sér grein fyrir henni, em oft svipuð hið ytra, en sé skyggnst að baki þeim, kemur í ljós vemleiki, sem er ólíkur frá einum trúarbrögðum til annarra. Lykillinn, sem afhjúpar leyndardóm Guðs innan kristinnar trúar, er Jesús. Það er Jesús, sem kunngjörir oss, hver leyndardómurinn að baki tilvemnni er og hvemig hann er. í Jesú sést, hver Guð er, hvemig hann er og hvað hann hefur gert. Á grundvelli upprisunnar frá dauðum opinberaðist, hver Jesús er, og þá um leið, hver Guð er: Jesús er Immanúel: Guð með oss (Mt 1.23), hann er Orð Guðs, hið eilífa, sem var í upphafi hjá Guði og er Guð og er ljósið, sem er líf mannanna (Jh 1.1-5), Sonurinn eini (Jh 1.18; 3.16). „Sá sem hefur séð 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.