Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 95

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 95
Nýjatestamentisfæði áfangar og viðfangsefni tilgangi að gera grein fyrir merkingu grískra guðfræðilega mikilvægra orða Nýja testamentisins. Og með því að gera í upphafi umfjöllunar hvers orðs grein fyrir notkun og merkingu hebreskra orða Gamla testamentisins, sem liggja til grundvallar orðinu í grísku þýðingu Gamla testamentisins, forsögu merkingar í síðgyðingdómi og hellenistískri grísku og loks jafnvel í fomkirkjunni, þá er leitazt við að gera grein fyrir hinu nýja eða sérstæða í merkingu orðsins innan Nýja testamentisins. Þetta mikla verk hefur nú einnig komið út í Bandaríkjunum í enskri þýðingu. Varðandi stílrannsóknir á grísku Nýja testamentisins er eftirtektarverð niðurstaða N. Tumers, sem áður var nefhdur. Hann telur málfarið yfirleitt semitískt litað og talsvert um áhrif frá grískri þýðingu Gamla testamentisins í orðavali. Stfll hirðisbréfanna, þ.e. I. og II. Tímoteusarbréfs og Títusarbréfs, er að hans mati nær stíl bókmenntamáls hellenistískrar grísku en stíll annarra rita Nýja testamentisins. í setningafræðilegu tilliti hafa málfræðingar talið Markúsarguðspjall endurspegla talmál, en hin guðspjöllin frekar ritmál, einkum Lúkasarguðspjall og Postulasöguna. Þá hafa menn talið 1. Pétursbréf, Jakobsbréf og Hebreabréfið sýna skyldleika við fágað bókmenntamál koine grískunnar. Rannsóknir Matthews Blacks, prófessors við University of St. Andrews í Skotlandi, sýna að arameiskra áhrifa á grísku Nýja testamentisins gæti einkum í orðum Jesú. Þessar athuganir birtust í bók hans An Aramaic Approach to the Gospel and Acts, sem út kom fyrst 1946 og síðar endurskoðuð 1954 og 1967. Spumingin er hvort guðspjallamennimir töluðu semitísku eða grísku eða hvort hér sé um að ræða áhrif þýðingar eða hvort arameiskt móðurmál skíni hér í gegn? í þýðingarstarfi hafa til skamms tíma tíðkazt aðallega tvenns konar þýðingar. Bókstafleg þvðing fylgir nákvæmlega frumtextanum, nema þar sem reglur þýðingarmálsins krefjast frávika. Þetta leiðir til afar ójafnrar þýðingar bæði í setningaskipan og stílfræðilega séð. En þýðing, sem leitar samsvarandi orðatiltækja, setningaskipanar og stfls, greinir málefni, merkingaþætti orða og setninga svo og hugrenningatengsl orða og setninga. I þessari síðari gerð þýðingar gætir eðlilega áhrifa frá rannsóknum og þróun almennra málvísinda og tjáskiptafræða síðustu áratuga, m.a. frá N. Chomsky. En meðal brautiyðjenda í þessari þróun þyðingarfræða hefur verið bandaríski kristniboðinn, málvísindamaðurinn og biblíuþýðandinn Eugene A. Nida. Merkustu rit hans á þessu sviði eru Toward a Science of Translating, sem kom út 1964, og The Theory and Practice of Translation, sem hann samdi í samvinnu við Charles R. Tabor og kom út 1968. b) Textasaga Samhliða rannsóknum á sviði málvísinda innan Nýja testamentisins hefur á þessari öld komið í leitimar fjöldi handrita og handritabrota með texta Nýja testamentisins. Þar eru merkust papýrushandrit frá 2. og 3. öld, sem fúndizt hafa í sandinum í Egyptalandi. í dag eru þekkt á annað þúsund 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.