Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 7
íf/r líf og heilsu fáðstefnunni Iðja - heilsa - vellíóan íjúní síóastliðnum vanmetið og jákvæðum hugsunum ekki hleypt að sem skyldi. Streita hefur slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið, meltingar- færin, taugakerfið og ónæmiskerfið. Streita veldur hröðum hjartslætti, hækk- uðum blóðþrýstingi, aukinni vöðva- spennu, gruimum andardrætti og hefur ýmis önnur óæskileg áhrif. Það má líkja hlátrinum eða húmornum við dempara í bíl sem mildar áhrifin af holunum sem ekið er ofan í. Áhrif hláturs Niðurstöður ýmissa rannsókna benda til þess að hlátur hafi heilsubætandi áhrif. Ljóst er að hlátur hefur slakandi áhrif á líkamann, almenn jákvæð áhrif á tauga- kerfið og getur jafnvel hjálpað okkur að vinna bug á angist og depurð. Það má líkja hlátrinum eða húmornum við dempara í bíl sem mildar áhrifin af holunum sem ekið er ofan í. Hlátur hefur jákvæð áhrif á hjarta, æðakerfi, öndunar- færi, meltingu, vöðva, innkirtlastarfsemi og ónæmiskerfið. Cortisol er hormón sem myndast við álag og streitu og veikir mótstöðuafl líkamans. Eftir því sem streita og álag verður meira eykst innihald Cortisols í blóðinu og ónæmis- kerfið verður veikara. Hins vegar styrkist ónæmiskerfið þegar áhrif streitu minnka eins og til dæmis við hlátur. Þá lækkar innihald Cortisols í blóðinu og frumum sem verja líkamann gegn veirum og bakteríum fjölgar. Hlátur stuðlar einnig að aukinni endorfínmyndun sem hefur meðal annars í för með sér aukna snerpu og hefur verkjastillandi áhrif. Þessum staðhæfingum til stuðnings vil ég nefna nokkrar rannsóknir. I fyrsta lagi rannsókn Lee Berk við Loma Linda University Medical Center í Kaliforníu sem framkvæmt hefur nákvæmar mæl- ingar á áhrifum hláturs á líkamann. í öðru lagi rannsókn Janice og Roald Glaser í læknadeild háskólans í Ohio í USA sem sýndu fram á að ónæmiskerfi læknastúdenta veiktist þegar þeir voru undir álagi vegna próflesturs. I þriðja lagi vil ég nefna rannsókn Sven Svebak sálfræðings í Háskólanum í Þrándheimi. Hann bar saman tvo hópa af fólki með króníska bakverki. Annar hópurinn fékk hefðbundna verkjameðferð en hinn meðferð þar sem áhersla var lögð á gleði og hlátur. Niðurstaðan var sú að helmingi fleiri úr glaða hópnum sneru aftur til vinnu sinnar og voru enn í vinnu ári seinna. Hlátur/húmor sem íhlutun. Ihlutun af þessu tagi er ódýr, ánægjuleg, hættulaus og vel þess virði að beita henni þegar það á við. Avallt ber að hafa í huga að virðing fyrir skjólstæðingnum og tilfinningum hans er algert skilyrði fyrir að vel takist til. Mikilvægt er að kynna sér hvernig kímnigáfu fólk hefur og íþyngja ekki skjólstæðingnum með húmor sem hann ekki metur. Það er við- tekin skoðun meðal þeirra sem nota húmor sem meðferðarform að mikil- vægara sé að þekkja skjólstæðinginn en þekkja sjúkdómsgreiningu hans. Til gamans mætti hugsa sér eftirfarandi íhlutunaráætlun þegar húmor er beitt til þess að vinna bug á streitu: • Laitgtímamarkmið: Skjólstæðingurinn temji sér jákvætt hugarfar og noti húmor og hlátur í daglegu lífi og nái þannig tökum á streitu og afleiðingum hennar. • Skammtímamarkmið: Skjólstæðingurinn sýni jákvæð við- brögð við fyndni eða húmor, brosi eða hlæi. Hann finni fyrir slökunaráhrif- um og vellíðan eftir hlátur. • Mat: Kanna hvernig húmor skjól- stæðingurinn hefur (ýmsar aðferðir). • Ihlutun: 1. Fræðsla um skaðleg áhrif streitu á líkamann. 2. Fræðsla um jákvæð áhrif húmors og jákvæðra hugsana á líkama og sál. 3. Segja brandara, lesa sögur, skoða teiknimyndasögur sem falla skjól- stæðingi í geð. 4. Horfa saman á fyndin myndbönd. 5. Taka þátt í húmorhóp/hláturhóp. 6. Utbúa gögn með skjólstæðingi og hópnum til að nota í húmorhópn- um og skapa umhverfi við hæfi. Heilbrigðisstéttir og jákvætt hugarfar. Þeir sem hafa valið sér starfsvettvang innan heilbrigðisþjónustunnar eru oft á tíðum fólk sem hefur ríka samúðarkennd og á auðvelt með að setja sig í spor ann- arra, er jafnvel kallað meðvirkt. Ohjá- kvæmilegt er að fólk sem starfar á sjúkra- húsum verði fyrir dapurlegri og erfiðri reynslu í starfi sínu. Við slíkar aðstæður getur réttur húmor hjálpað starfsfólki Það er til fólk sem er hrætt við hlátur og gleði og ennþá heyrist sú skoðun að það sé ófaglegt og heimskulegt að hlæja. sem horfir upp á veikindi og vanlíðan annarra, gefið þeim styrk til að miðla gleði og jákvæðu hugarfari, umbera „erfiða" sjúklinga og taka á ýmsum vandamálum. Margt heilbrigðisstarfsfólk telur því afar mikilvægt að hafa húmor til að draga úr því álagi sem vinnan veldur. Af hverju hlátur og húmor? A norðurslóðum hefur það þótt fremur óæskilegt ef fólk er OF hláturmilt. Samanber máltækið „löngum hlær lítið vit". Börn hlæja miklu oftar en fullorðnir. IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 7

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.