Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 10
Margrét SlGURÐARDÓTTIR Sannreynd þjónusta iðjuþjálfa Skilgreiningar á sannreyndri þjónustu iðjuþjálfa Kennarar í iðjuþjálfun þurfa að fylgjast vel með því setn efst er á batigi í iðjuþjálfun í heiminum og kotua þvt' á frantfæri við nent- endur stna. í erlendum fagblöðum iðjuþjálfa hefitr að undanfömu talsvert verið fjallað unt sannreynda þjónustu (evidence based prac- tice). A námskeiðinu sent ég hafði umsjón nteð síðastliðið vor við Háskólann á Akureyri, prófuðu nemendur mínir að beita aðferðum sannreyndrar þjónustu í lokaverkefni nánt- skeiðsins. Unt þær mundir voru iðjuþjálfar á Reykjalundi einnig að glugga í fræði tengd sannreyndri þjónustu iðjuþjálfa. Þetta varð til þess að ég fjallaði ttnt þetta liugtak t stuttu erindi á ráðstefnunni Iðja-heilsa-vellt'ðan sent haldin var á Akttreyri i sumarbyrjun. Það sent fer hér á eftir er í stórum dráttuni byggt á því erindi. Eg mun fjalla um sannreynda þjónustu út frá sjónarmiði iðjtiþjálfunar, konta inn á hvernig iðjttþjálfar geta eflt þá þjónustu sent þeir veita, neftta hvaða forsendttr íslenskir iðjttþjálfar hafa og hvemig þeir gætu attkið færtti sína t' þvt' að veita sannreynda þjónustu. Eittnig velti ég fyrir inér siðfræðilegtnn litig- leiðingum. Meðfylgjandi er skrá yfir heimildir og vefsiður þar setit leita tná frekari upp- lýsinga unt efnið. Saga og upphaf sannreyndrar þjónustu Upphaf sannreyndrar þjónustu er rakið langt aftur í aldir til læknisfræðinnar. Það var þó ekki fyrr en um 1980 að farið var að nota hugtakið „evidence based medicine" til að lýsa því kennslu- og lærdómsferli þegar læknar og læknanemar leita markvisst að, greina og nýta sér sannanir í klínísku starfi (Taylor, 2000). Sackett og fleiri hafa skilgreint „evidence- based medicine" sem: „the conscientious, explicit and judicious use of current best evidence in making decisions about the care of individual patients" (Taylor, 2000; Holm, 2000). Hugtakið er nú notað í víðara samhengi og er almennt talað um „evidence-based practice" eða sannreynda þjónustu í íslenskri þýðingu og á þá jafnt við urn allar fagstéttir. Sannreynd þjónusta iðjuþjálfa einkennist af því að iðjuþjálfinn nýtir sér sannanir sem kom- ið hafa fram í rannsóknum í faglegri rökleiðslu til þess að taka ákvarðanir um hvað sé árangursríkasta þjónustan fyrir skjólstæðing- inn. Sannanir eru þá upplýsingar sem styðja ákveðna fullyrðingu. I þessu tilfelli er full- yrðingin sú að iðjuþjálfun sé árangursrík og geri gagn. Samkvæmt því er iðjuþjálfinn að veita sannreynda þjónustu þegar hann leitar nýjustu og bestu fáanlegra sannana sem eiga við iðjuvanda skjólstæðinganna og hæfa aðstæðum þeirra og fléttar þessar sannanir inn í þá faglegu rökleiðslu sem fram fer við mat og íhlutun (Depoy og Gitlow, 2001; Tickle- Degnen, 1998). Tekið skal fram að sannanir úr rannsóknum eru aðeins einn liður í ferlinu þegar iðjuþjálfi tekur ákvörðun um hvers konar þjónustu hann veitir (Bennett og Bennett, 2000). Til að upplýsingar teljist áreiðanlegar og hægt sé að nefna þær sannanir verður að leita þeirra með skipulegum hætti á ákveðnum stöðum (Depoy og Gitlow, 2001). Mikilvægt er að iðjuþjálfar geri sér grein fyrir þeim kostum og takmörk- unum sem ólíkar rannsóknaraðferðir hafa. Settar hafa verið fram ákveðnar leiðbeiningar um hvaða tegundir rannsókna gefi áreiðanleg- ustu vísbendingarnar og hvar þeirra beri að leita (Holm, 2000; Egan, Dubouloz, von Zweck og Vallerand, 1998). Þessar leiðbeiningar er sjálfsagt að hafa til hliðsjónar en hafa verður í huga að hver skjólstæðingur er einstakur og það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Sannreynd þjónusta í iðjuþjálfun á að tryggja að þjónustan sem iðjuþjálfinn veitir sé sú árangursríkasta, öruggasta og hagkvæm- asta sem hægt er að veita á hverjum tíma. Fram hefur komið að þegar iðjuþjálfar velja hvaða matstæki þeir nota eða hvers konar mati og íhlutun þeir beita, styðjast þeir við hefðir, eigin gildi og trú, menntun, faglega reynslu, Sannreynd þjónusta er skjólstæðingsmiðuð 10 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.