Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 20
www.sitsite.net Notið þið netið? StfSITE □ Á sitte Norsk Att sitta Svenska Að sitia íslenska At sidde Dansk Istua Suomeksi To sit Nordic I byrjutt árs hófst samvinnuverkefni Ujálpar- tækjastofnana á Norðurlöndum um að koma á fót vefsíðu um setstöður. En af lwerju set- stöður ? Vinna með setstöður hjólastólanotenda hefur víða á Norðurlöndum þróast í sérsvið. Auknar kröfur koma frá neyt- endum, stækkandi hópi sem situr daglangt í einhæfri stellingu. Mikið fatlaðir einstaklingar gera enn meiri kröfur til breytilegrar setstöðu með tilheyrandi stuðningi til að létta daglegt líf en fyrirbyggja um leið aflaganir og sár sem geta orðið fylgifiskar slæmrar setstöðu. Þetta ásamt auknu framboði af hjólastólum með fleiri stillimöguleikum og fylgihlutum auk set- kerfa og sérsmíði kallar á betri þekkingu og meiri tíma til að aðlaga setstöður. Þörf er fyrir þverfaglega þekkingu til að greina vandamál, og þekkingu á mismunandi lausnum og kunnáttu til að fylgja þeim eftir. Þróun á þessu sviði er ör og snýst um allt frá einföldum lausnum upp í mjög dýrar tækni- legar lausnir sem oftar en ekki kallar á sam- vinnu fleiri fagstétta. Þörfin fyrir aðgang að fræðslu á þessu sviði er því brýn. Vefsíða þar sem hægt væri að safna fróðleik um setstöður á einn stað myndi auðvelda þetta. Netfang vefsíðunnar sem fer í loftið um ára- mót er www.sitsite.net. Þar verður íslenskur, danskur, norskur, sænskur og finnskur hluti, þar sem hver þjóð leggur til efni sem henni finnst athyglisvert. Auk þess verður sameigin- legur norrænn hluti með öllu efninu. A vefsíð- unni verður hægt að finna greinar, aðferðir og verkfæri til greiningar, ábendingar um greinar og tenglar á aðrar síður með tengdu efni eða vörum. Auk þess verður möguleiki til skoðanaskipta. Slík vefsíða getur orðið verðmætt verkfæri en það byggist að sjálfsögðu á undirtektum ykkar. Til þess að sitsite.net verði að raunveruleika þurfið þið að gefa henni líf. Undirrituð tekur við greinum og ábendingum um efni og sér um að setja það inn á síðuna. Allar ábendingar eru vel þegnar og munið að ekkert er of ómerkilegt eða þekkt og engin hætta er á að efnið verði of mikið. Inga jónsdóttir Iðjupjálfi Hjálpartækjamiðstöð TR ingaj@tr.is 20 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.