Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 12
skrefið gæti verið að leita eftir aðstoð fagfélags þíns við námskeiðahald eða aðra fræðslu í tengslum við sannreynda þjónustu. Einnig er mikilvægt að taka þátt í rannsóknum og meta árangur iðjuþjálfunar. Eins og fram hefur komið er mikilvægt að iðjuþjálfar efli færni sína við að lesa og túlka niðurstöður rannsókna. I þessum Einnig er okkar akkilesarhæll sá að tiltölulega fáar rannsóknir hafa veríð gerðar í iðjuþjálfun og enn færri íslenskar rannsóknir. tilgangi settumst við niður síðastliðið vor, fjórir iðjuþjálfar á Reykjalundi með áhuga á sannreyndri þjónustu og tókum fyrir eina rannsóknargrein. Við lásum hana vandlega og ræddum aðferðafræði, tölfræði og túlkun á niðurstöðum hennar þangað til við skildum hana til hlítar. Til þess að hjálpa okkur í þessu ferli bjugg- um við til orðalista, flettum upp og fund- um þýðingar og skilgreiningar á öllum orðum og hugtökum sem við skildum ekki. Þessi orðalisti mun svo verða aðgengilegur öllum iðjuþjálfum á Reykja- lundi og ætti að auðvelda þeim að lesa svipaðar greinar. Næsta skref gæti verið að kynna sér þá gagnagrunna, sem aðgengilegir eru og hvar finna má helstu rannsóknir sem tengjast viðfangsefnum iðjuþjálfunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig hægt er að byrja að búa sig undir að veita sannreynda þjónústu. Hvað hindrar iðjuþjálfa í að veita sannreynda þjónustu? Þegar kannað hefur verið hjá iðjuþjálfum og fleiri heilbrigðisstéttum í öðrum lönd- um hvað hamli því að þeir veiti sann- reynda þjónustu nefna þeir ýmis atriði. í fyrsta lagi skort á skilningi og stuðningi frá umhverfinu, þ.e. því umhverfi sem fagmaðurinn starfar í eða fagfélagi hans. I öðru lagi getur verið erfitt að nálgast sannanir til dæmis vegna takmarkaðs aðgengis að tölvum, vankunnáttu í að nýta sér gagnagrunna og þess að fáar rannsóknir finnast. I þriðja lagi skortir tíma til þess að lesa, nálgast og nýta þær sannanir sem er safnað. í fjórða lagi kemur fram að sumir óttast að þær sann- anir sem þeir hugsanlega finni kollvarpi þeim aðferðum sem þeir hafa kosið að nota hingað til (Holm, 2000; Dubouloz o.fl., 1999; Law og Baum, 1998). Allar þessar hindranir hljóta að vera yfirstíganlegar og mikilvægt er að iðju- þjálfar séu framsýnir, finni lausnir, gangi á undan með góðu fordæmi, byrji að afla sannana og beita þeim í starfi sínu án þess að þeir séu beinlínis hvattir til þess á vinnustað sínum. Ekki er ólíklegt að innan skamms verði þessi framgangs- máti almennt viðurkenndur og þess jafn- vel krafist að iðjuþjálfar jafnt sem aðrar heilbrigðisstéttir vinni á þennan hátt. Höfum hugfast að stærstu hindranirnar eru oft ekki utanaðkomandi heldur eru það viðhorf okkar og áhugi sem skipta mestu máli. Víða kemur fram að fagfélög iðjuþjálfa geta stutt við bakið á þeim félögum sínum sem vilja veita sannreynda þjón- ustu og fást við rannsóknir, til dæmis með því að bjóða upp á námskeið og aðra leiðsögn. Með því gefur félagið skýr skilaboð um að þessi stefna sé mikilvæg og þess virði að gefa henni gaum (Cusick og McCluskey, 2000). Siðfræðilegar hugleiðingar Ákvarðanataka varðandi mat og íhlutun iðjuþjálfa er í grundvallaratriðum sið- fræðilegs eðlis. Hvað á að velja af öllu Höfum hugfast að stærstu hindranirnar eru oft ekki utanaðkomandi heldur eru það við- horf okkar og áhugi sem skipta mestu máli. því sem kemur til greina? í leit sinni að árangursríkustu íhlutuninni eða mats- aðferðinni þurfa iðjuþjálfar að vera með- vitaðir um þau siðfræðilegu álitamál sem þeir standa frammi fyrir í starfi sínu. Ef þeir gera sér grein fyrir þeim hljóta þeir að eiga auðveldara með að ráða fram úr þeim á sem bestan hátt í samvinnu við skjólstæðinginn þar sem sjálfræði hans er virt. C. Christiansen og J. Q. Lou (2001) benda á eftirfarandi atriði til íhugunar í þessu sambandi. Þegar iðjuþjálfar velja og veita íhlutun eiga þeir að: • Byggja hana á bestu fáanlegu sönn- unum sem hæfa þessum ákveðna skjólstæðingi, ástandi hans, aðstæðum og umhverfi. • Gefa skjólstæðingi færi á að taka þátt í valinu. • Gera sér grein fyrir að mikilvægara er að treysta á rannsóknarniðurstöður heldur en eingöngu hefðir og sérfræð- ingaálit. • Átta sig á hvaða afleiðingar það kann að hafa að veita íhlutun sem ber lítinn eða engan árangur. • Forðast að nota niðurstöður rann- sókna eða athugana sem samrýmast ekki siðareglum iðjuþjálfa eða siðfræðilegum gildum þeirra. Þegar iðjuþjálfar taka þátt í eða hvetja til rannsókna í iðjuþjálfun eiga þeir að: • Hafa siðfræðileg gildi ávallt að leiðar- ljósi. • Tryggja viðeigandi upplýst samþykki. • Hvetja til rannsókna sem beinast að lífsgæðum fólks. • Virða rétt þátttakenda til sjálfræðis. • Hafa neytendur þjónustunnar með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir um að hverju rannsóknir í iðjuþjálfun eigi helst að beinast (Christiansen og Lou, 2001). Lokaorð Að mínu mati er mjög brýnt að allir íslenskir iðjuþjálfar taki þátt í því að renna stoðum undir sannreynda þjón- ustu iðjuþjálfa á íslandi og noti aðferðir hennar í starfi. Jafnt kennarar, nemendur, starfandi iðjuþjálfar og þeir sem vinna að rannsóknum í iðjuþjálfun. Lokaorð mín eru tilvitnun í Margo Holm (2000): Samreynda þjónustu ekki seinita en strax. Þó okkur veitist erfitt að finna sannanir fyrir því sem við erum að gera og því hvernig við gerum það er það skylda okkar að venja okkur á að leita að sönn- unum, átta okkur á gildi þeirra og miðla þeim til þeirra sem við þjónustum á skiljanlegan hátt. Sannreyndur þjónustugrundvöllur iðjuþjálfunar á nýrri öld. Eflum færni okkar í að rannsaka, temjum okkur að nota rannsóknarhæfi- leika okkar í starfi á hverjum degi og eflum sannreyndan þjónustugrundvöll iðjuþjálfunar á nýrri öld. Að síðustu vil ég benda á að leiðirnar eru margar og sérhver iðjuþjálfi þarf að gera eigin áætlun um hvernig hann ætlar að auka faglega færni sína til þess að geta veitt sannreynda þjónustu með fullum ±2 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.