Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 11
ráðleggingar frá sérfræðingum og reyndum samstarfsmönnum, fagbækur og -blöð. Fyrst og fremst telja iðjuþjálfar þó að þeir taki ákvarðanir út frá athug- unum og viðtölum við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra (Holm, 2000; Dubouloz, Egan, Vallerand, og von Zweck, 1999). Engu af þessu er sleppt þegar sann- reynd þjónusta er veitt en lögð er áhersla á að spyrja spurninga og safna á kerfis- bundinn hátt sönnunum í sambandi við ákveðið verkefni, til dæmis mat eða íhlutun. Iðjuþjálfinn leggur mat á þær sannanir sem fást, hversu nýjar, við- eigandi og réttmætar þær eru, deilir þeim með skjólstæðingnum og notar svo viðeigandi sannanir til þess að leysa verkefnið þannig að besti mögulegi árangur náist. I þessu ferli sameinar iðjuþjálfinn niðurstöður rannsókna, reynslu sína, menntun, upplýsingar frá reyndum iðjuþjálfum og skoðanir skjólstæðingsins. A þann hátt velur iðjuþjálfinn bestu matstækin og bestu íhlutunaraðferðirnar í fullri samvinnu við sérhvern skjólstæðing (Tickle- Degnen, 1998). Þannig stuðlar sannreynd þjónusta að samvinnu iðjuþjálfa og skjólstæðinga og ætti svo sannarlega að samræmast hug- myndafræði okkar og siðareglum þar sem kveðið er á um skjólstæðingsmiðaða iðjuþjálfun. Okkar hlutverk er ekki að telja skjólstæðinginn á það sem við teljum vera réttast og best. Skjólstæðing- ur og iðjuþjálfi eiga í sameiningu að ræða þær sannanir sem fáanlegar eru og taka upplýstar ákvarðanir um þá íhlutun iðjuþjálfa sem best getur mætt þörfum, óskum og væntingum hans (Tickle- Degnen, 1998). í sannreyndri þjónustu felst upplýs- ingasöfnun, skýr markmiðssetning, skráning og símat til þess að fylgjast með árangri og komast þannig að því hvað er árangursríkt og hvað ekki. Hvernig veita iðjuþjálfar sannreynda þjónustu? Eflaust má færa rök fyrir því að margir iðjuþjálfar veiti sannreynda þjónustu nú þegar en í mismunandi miklu mæli þó. Almennt er talið að einhverjum þrepum sé sleppt úr þessu ferli og að iðjuþjálfar gætu gert miklu, miklu betur. Þeir hafa þekkinguna sem til þarf en þurfa að gera sér betur grein fyrir því í hverju sann- reynd þjónusta felst og vinna markvisst að því að tileinka sér vinnubrögð hennar. Alls staðar þar sem skrifað er um sann- reynda þjónustu í fagbókum og blöðum iðjuþjálfa kemur fram að sannana skuli aflað með því að kanna niðurstöður nýjustu rannsókna. Af hverju er lögð sér- stök áhersla á þennan þátt? Líklega er það vegna þess að marga iðjuþjálfa skort- ir leikni í að nýta sér þær sannanir sem sprottnar eru frá rannsóknum í sinni faglegu rökleiðslu. Iðjuþjálfar eru sannar- lega ekki einir um þetta, þeir eiga það sameiginlegt með öðru fagfólki í heil- brigðisstéttum að þurfa að vita hvar rannsókna er að leita, kynna sér við- eigandi rannsóknir og þjálfun í að lesa úr þeim (Cusick og McCluskey, 2000; Holm, 2000). Einnig er okkar akkilesarhæll sá að tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar í iðjuþjálfun og enn færri íslenskar rannsóknir. Spyrja má hvort þetta sé ekki næg afsökun til að láta torskildar rannsóknar- greinar eiga sig og láta vera að blanda þeim inn í þá iðjuþjálfun sem við erum að veita dags daglega. Svarið er nei, við lifum í heimi sem er síbreytilegur, við erum með menntun sem krefst stöðugrar þróunar í starfi, við höfum siðareglur sem leggja okkur ákveðnar skyldur á herðar og getum einfaldlega ekki lokað eyrum og augum og hætt að fylgjast með. Iðjuþjálfar verða að geta sýnt fram á hvar styrkleiki þeirra Iiggur og hvaða gagn þjónusta iðjuþjálfa gerir. Sannreynd þjónusta er einn liður í því. Til þess að vera fær um að veita sann- reynda þjónustu verður iðjuþjálfinn að hafa kunnáttu til að skipuleggja leit að sönnunum. Hann verður að geta lagt mat á þær, túlkað, nýtt sér þær og fylgst með árangrinum. Áhersla er lögð á að fyrsta skrefið sé að kenna iðjuþjálfum að nýta sér niðurstöður rannsókna og að þeir líti á þann þátt sem sjálfsagðan hluta fag- legrar rökleiðslu (Cusick og McCluskey, 2000; Holm, 2000). Hvaða forsendur hafa íslenskir iðjuþjálfar? Það liggur beint við að vitna í könnun sem gerð var meðal iðjuþjálfa á Islandi um viðhorf þeirra til fagmála. Þessa könnun gerði Elín Ebba Ásmundsdóttir árið 1997. I henni kom fram að nánast allir íslenskir iðjuþjálfar lesa erlend iðju- þjálfablöð. Flestir lesa dönsku fagblöðin og helmingur iðjuþjálfa les bandarísk fagblöð. Minna er lesið frá öðrum löndum en þó nokkuð samt. Ánægjulegt er að sjá að alls 43% iðjuþjálfa telja sig hafa næga þekkingu til að stunda rannsóknir og enn fleiri eða 58% hafa áhuga á því að stunda rannsóknir. Þegar skoðað er hvað íslenskir iðju- þjálfar telja að liggi að baki störfum iðju- þjálfa er rúmlega helmingur þeirra eða Sannreynd þjónusta í iðjuþjálfun á að tryggja að þjónustan sem iðjuþjálfinn veitir sé sú árangursríkasta, öruggasta og hagkvæmasta sem hægt er að veita á hverjum tíma. 52% sem telur að iðjuþjálfar treysti frem- ur á aðferðafræði eða tækni en ákveðnar kenningar í störfum sínum. Mun fleiri eða 73% iðjuþjálfa eru samt frekar sammála eða mjög sammála því að með- ferð ætti að styðjast við óyggjandi kenn- ingar eða hugmyndafræði (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2000). Þessar niður- stöður gefa vísbendingar um að mjög margir íslenskir iðjuþjálfar séu tilbúnir að takast á við rannsóknir og viljugir að leita sér upplýsinga og sannana til þess að sannreyna þá góðu þjónustu sem þeir veita nú þegar. Hvernig er hægt að byrja? A. Cuisick og A. McCluskey (2000), R.L. Hayes (2000) ásamt S. Bennett og J.W. Bennett (2000) koma með nytsamlegar ábendingar um hvernig iðjuþjálfar eigi að vinna markvisst að því að nota að- ferðir sannreyndrar þjónustu í starfi sínu. Fyrsta skrefið er að ákveða að þú sem iðjuþjálfi ætlir að byggja starf þitt meira á sönnunum en þú hefur gert hingað til og leita eftir viðeigandi þekkingu og ef til vill stuðningi vinnufélaga og áhugahóps. Annað skrefið gæti verið að gera þér far um að vitna markvisst til rannsókna og niðurstaðna þeirra þegar þú ræðir við skjólstæðingana og velur matstæki eða íhlutun í samráði við þá. Forsenda þess er þriðja skrefið, að þú nýtir þér gagna- grunna, fagblöð og þá staði sem rann- sókna er að leita og gerir þér betur grein fyrir því hvaða sannanir liggja að baki því sem þú gerir nú þegar. Fjórða skrefið er að leita eftir stuðningi vinnuveit- andans, stofnunarinnar eða þess kerfis sem þú vinnur í og fá tíma og tækifæri til að stunda sannreynda þjónustu. Fimmta IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 ±±

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.