Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 9

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 9
Iðja - heilsa - vellíóan - frásögn þátttakanda Ágæti lesandi. í þessari grein ætla ég að segja frá iðju- þjálfaráðstefnunni, Iðja-heilsa-velltðan sem haldin var á Akureyri 7.-8. júnt' 2001. Þetta verðttr ekki fræðigrein utn innihald fyrirlestra og veggspjalda heldttr ætla ég að reyna að gefa ykkttr stná inttstjn t' mtna persónulegu upplifun af ráðstefn- unni. Eg var búin að hlakka lengi til þessarar ráðstefnu og hefði þurft ntikið til að ég sleppti hetttti. Eg fór ekki tneð neinar fyrirfratn ákveðnar væntingar, ætlaði bara að njóta hverrar mínútu. S g lagði af stað frá Hornafirði til Reykjavíkur með flugi miðviku- dagsmorguninn 6. júní og ætlaði að taka flug til Akureyrar um hádegi þann sama dag til að geta hlustað á lokaverkefni útskriftarnema. Því miður var flug fellt niður þannig að ég náði ekki nema síðustu tveimur verkefnunum sem mér fundust mjög áhugaverð og spenn- andi. Það sem eftir lifði dagsins var ég að ganga frá veggspjaldinu rnínu um iðju- þjálfun á vettvangi í litlu sveitarfélagi. Þar sagði ég frá hlutverki mínu hjá sveit- arfélaginu, tók dæmi úr daglegu starfi og fleira. Um kvöldið var farið í hópum á hina ýmsu veitingastaði Akureyrar og ég naut samvista við „gamla" vinnufélaga. Á fimmtudeginum 7. júní skartaði Akur- eyri sínu fegursta, sól og blíðu þrátt fyrir kuldahret daginn áður. Fram að hádegi var hátíðleg dagskrá með setningar- ávarpi, tónlist og heiðursávarpi. Eftir hádegi kom að því að velja fyrirlestra og var það ekki auðvelt því allt var svo spennandi. Allir þeir íslensku fyrirlestrar sem ég valdi að hlusta á þennan dag voru mjög fræðandi og vel uppsettir. Islendingar eru alveg ótrúlega fljótir að tileinka sér alla nýjustu tækni og vakti aðdáun mína leikni fyrirlesaranna í að nýta tölvutæknina til að gera fyrir- lestrana meira grípandi og lifandi. Eftir þennan áhugaverða dag var boðið upp á ferð út í Hrísey. Eg ákvað að drífa mig þar sem ég hafði aldrei komið þang- að. Það var nokkuð svalt í veðri og var mörgum orðið ansi kalt í sjóferðinni sem varð lengri en til stóð því skipverjar fóru nokkra útúrdúra í leit að hvölum til að sýna erlendu gestunum. Engir sáust þó hvalirnir og höfðum við ekkert upp úr þessu nema bláa fingur og rautt nef. Þegar lagst var að bryggju í Hrísey mætti okkur töluverður snjór á götum eyjar- innar þrátt fyrir að komið væri fram í júní. En skipverjar gengu rösklega að veitingastaðnum sem var hlýr og nota- legur og bauð upp á gómsætt grillað kjöt og brjóstbirtu með. Það voru því rjóðir og sællegir iðjuþjálfar sem sneru til baka til skips og fundu ekki fyrir kulda á leiðinni heim. Annar dagur ráðstefnunnar heilsaði okkur með sól og blíðu. Þessi dagur var ekki síður áhugaverður en sá fyrri. Mikið af spennandi fyrirlestrum sem unun var á að hlýða. Allar pásur voru vel nýttar til að skoða metnaðarfull veggspjöld og spjalla við kollega. Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður í Oddfellowhúsinu þar sem fagnað var 25 ára afmæli Iðju- þjálfafélagsins. Kristjana Fenger, Margrét Sigurðardóttir, Guðrún Pálmadóttir og fleiri góðar voru með mjög skemmtilegt ágrip af sögu félagsins í bundnu máli og myndum. Svo voru sungnar alþjóðlegar vísur og gamlir íslenskir slagarar á milli þess sem veislumatar var neytt. Að lok- um var stiginn dans fram á nótt og mikið tjúttað og tvistað. Þar birtust nýjar stjörn- ur á dansgólfinu sem sýndu frábæra leikni í dönsum hinna ýmsu tímabila. Þá rann upp laugardagurinn 9. júní jafn sólríkur og fallegur og hinir dagarnir höfðu verið. Þetta var líka stór dagur í sögu Iðjuþjálfafélagsins, fyrstu iðjuþjálf- arnir sem menntaðir eru á íslandi útskrif- uðust þennan dag. Ég var við útskriftina og var þetta hátíðleg, falleg og metnaðar- full athöfn. Ég fylltist ótrúlegu stolti þegar Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þ. Egilson útskrifuðu nemana sína. Við iðjuþjálfar sem vorum þarna brostum hringinn eins og þetta væru allt okkar börn. Þessi athöfn var hápunktur frá- bærra daga á Akureyri. Ég vona að ég hafi komið því til skila í þessum línum mínum hversu metnaðar- full og vel skipulögð þessi ráðstefna var í alla staði. Ég upplifði mjög sterkt þann metnað og kraft sem er í Háskólanum á Akureyri. Sú fræðsla og þær upplýsingar sem ég fékk úr fyrirlestrum og af vegg- spjöldum eiga örugglega eftir að nýtast mér í starfi. Síðast en ekki síst er svona ráðstefna mjög mikilvæg fyrir okkur iðjuþjálfa til að hittast og bera saman bækur okkar. Ég kom á þessa ráðstefnu eftir að vera búin að vinna lengi alein úti á landi. Oft hef ég spurt sjálfa mig að því hvort það sem ég var að gera væri í raun iðjuþjálfun. En þau viðbrögð og áhugi sem ég fékk á ráðstefnunni kom mér skemmtilega á óvart. Eftir að hafa borið mig saman við kollega mína varð mér ljóst að vinna mín var iðjuþjálfun og meira en það, ég var einnig brautryðjandi í iðjuþjálfun í litlu sveitarfélagi á landsbyggðinni. Þetta fyllti mig krafti til að halda áfram á sömu braut. Ég fór þreytt heim en full af krafti og stolti yfir því að vera iðjuþjálfi. Þetta var á við margar vítamínsprautur. Kærar þakkir fyrir frábæra ráðstefnu. Marett Ósk Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálþ á Fræðslu- og félagssviði Hornafjarðarbæjar. IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 g

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.