Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 15
útskriftarnema Háskólanum á Akureyri 2001 Þjónusta iðjuþjálfa við leikskólabörn á Austurlandi Höfundur: Asdís Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Snæfríður Þóra Egilson Lykilhugtök: leikskólabörn, tilhögun pjón- ustu, pjónustustofnun (kerfi), pverfagleg samvinna. Þetta verkefni er heimildasamantekt með nýsköpun og fjallar um þjónustu iðju- þjálfa við leikskólabörn á Austurlandi. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem ráða illa við daglegar athafnir vegna skertrar færni af ýmsum toga s.s. þroskaraskana, hreyfihömlunar og sálfélagslegra erfið- leika. Markmið iðjuþjálfunar með leik- ^ skólabörnum er að auka færni þeirra og stuðla að þátttöku og vellíðan í daglegu lífi. Tilgangur verkefnisins var að svara eftirfarandi spurningu: Hvernig getur þjónusta iðjuþjálfa eflt færni, þátttöku og vellíðan leikskólabarna á Austurlandi í samvinnu við aðra þjónustuaðila á svæð- inu? Gengið var út frá þeirri forsendu að virk þátttaka í leik og starfi leikskóla- barna hafi áhrif á færni og vellíðan. Einn- ig var tekið mið af forsendum sem til staðar eru á Austurlandi. Þar eru þrjár þjónustustofnanir sem tengjast málefn- um barna á leikskólaaldri; Heilbrigðis- stofnun Austurlands, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi og Skóla- skrifstofa Austurlands. Þjónusta iðju- þjálfa við leikskólabörn á Austurlandi verður tengd þessum stofnunum.Til að þjónustan sé sem skilvirkust fyrir leik- skólabörn á Austurlandi og fjölskyldur þeirra er þverfagleg samvinna fagfólks ^ áðurnefndra þriggja stofnana mikilvæg. I umfjölluninni var stuðst við tiltekin faglíkön þ.e. Iðjulíkan fyrir börn (Primeau og Ferguson, 1999) og Færnilík- an Dunn (2000). Líkönin tilgreina mis- munandi leiðir til að stuðla að sem bestu samspili barnsins við umhverfi sitt og iðju. Þessum leiðum var gerð skil í verkefninu og leitast við að heimfæra þær upp á íslenskar aðstæður. Heima er best -Heimaþjónusta aldraðra - Höfundur: Aðalheiður Reynisdóttir Leiðbeinandi: Guðrún Pálmadóttir Lykilorð: Heimapjónusta - iðjupörf- aldraðir Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig aldraðir sem njóta heima- þjónustu upplifa hana og skoða hvort og hvernig þjónustan tekur til þátta er varða eigin umsjá, störf og tómstundaiðju. Líf- fræðilegar breytingar samfara öldrun geta haft í för með sér ýmis vandkvæði, t.d aukna dettni og öryggisleysi og leitt til minni þátttöku í iðju. Félagslegar breytingar eins og hlutverkamissir og starfslok leiða líka alla jafna til minni þátttöku í iðju. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að iðjuþjálfun aldraðra í heimahúsum getur komið að verulegu gagni hvað þetta varðar. I lögum um málefni aldraðra er kveðið á um að styðja skuli aldraða til að búa í sínu umhverfi eins lengi og kostur er og að þeir njóti þjónustu sem samræmist þörfum þeirra. I Skagafirði þar sem rannsóknin var gerð byggir félagsleg heimaþjónusta á þessum grunni. Lagt var upp með rannsóknar- spurninguna: „Hverjar eru iðjuþarfir aldraðra og hvernig er komið til móts við þær í heimaþjónustu?" Rannsóknin náði til fjögurra aldraðra einstaklinga sem valdir voru markvisst. Þeir voru allir eldri en 67 ára, bjuggu einir og fengu heimaþjónustu á Sauðárkróki. Til að leita svara við spurningunni voru tekin við þá opin viðtöl. Gögnin voru flokkuð í kóðunarflokka og því næst dregin fram fjögur þemu og gögnin kóðuð markvisst samkvæmt þeim. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ekki sé hugað sérstaklega að iðjuþörfum aldraðra sem njóta heimaþjónustu. Heimaþjónustan horfir framhjá mörgum þáttum er stuðlað gætu að frekari virkni og þátttöku aldraðra í iðju. Þjónustu- formið miðar frekar að því að starfsmenn heimaþjónustu geri hlutina fyrir fólkið en að virkja það sjálft til þátttöku í verkum og athöfnum. Niðurstöðurnar gefa enn fremur til kynna sterkan vilja aldraðra til að halda sem lengst í verk og athafnir sem eru þeim mikilvægar. Hins vegar finnst þeim ekki við hæfi að fara fram á breytingar á þjónustunni til að koma á móts við þetta. I ljósi þessara niðurstaðna má ætla að þörf sé á endurskoðun á uppbyggingu heimaþjónustu fyrir aldraða þar sem litið er til þátta er stuðla að frekara sjálfstæði og aukinni virkni þeirra. Iðjuþjálfar eru vel til þess fallnir að taka þátt í framtíðaruppbyggingu þjónustunnar þar sem sérþekking þeirra á mikilvægi iðju ásamt heildarsýn á að- stæður einstaklinga geta stuðlað að betri þjónustu. Eftirfylgd iðjuþjálfa; Staða ertirfylgdar á íslandi og afstaða iðjuþjálfa til hennar Höfundar: Hulda Þórey Gísladóttir og Eygló Daníelsdóttir Leiðbeinandi: Guðrún Árnadóttir Lykilhugtök: Eftirfylgd iðjupjálfa, endurhæf- ing, öldrun. I starfi iðjuþjálfa má greina þörf fyrir eftirfylgd sem ekki hefur verið mætt. Tilgangur þessa verkefnis var tvíþættur. Annars vegar að taka saman fræðilegar heimildir um eftirfylgd iðjuþjálfa frá endurhæfingar- og öldrunarstofnunum sem sinna skjólstæðingum með færni- vanda af vefrænum toga og árangur IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 15

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.