Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 16

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 16
hennar. Hins vegar að kanna með póst- sendum spurningalistum hvort iðju- þjálfar á þessum stofnunum sinntu eftir- fylgd og ef svo væri hvernig henni væri háttað og hver afstaða þeirra til eftir- fylgdar væri. Þýði könnunarinnar sam- anstóð af iðjuþjálfum á öldrunar- og endurhæfingarstofnunum, samtals 39 iðjuþjálfar en svör bárust frá 28 innan tímamarka. Rannsóknaraðferðin var megindleg, lýsandi könnun framkvæmd með spurningalista sem hannaður var í þessum tilgangi. Helstu niðurstöður voru að eftirfylgd hefur verið veitt í nágranna- löndunum og skilað sér m.a. í aukinni færni við iðju og lægri kostnaði sam- félagsins. Á íslandi sinntu 75% iðjuþjálfa á öldrunar- og endurhæfingarsviðum eftirfylgd en hún var lítt skipulögð. Mest var unnið með hjálpartæki og voru sím- hringingar algengasta forrnið. Nær engar mælingar á árangri eftirfylgdar hafa verið gerðar. Langflestum fannst mjög mikilvægt að sinna eftirfylgd og iðju- þjálfar á öldrunar- og endurhæfingar- stofnunum töldu mikilvægt að efla starf stéttarinnar innan heilsugæslu. I Ijósi niðurstaðna telja rannsakendur brýnt að eftirfylgd sé hluti af skipulagi öldrunar- og endurhæfingarstofnana og að fleiri iðjuþjálfar taki til starfa innan heilsu- gæslunnar. Það gefur tækifæri til frekari íhlutunar eftir útskrift frá öldrunar- og endurhæfingarstofnunum og eykur að- gengi almennings að iðjuþjálfun. Þar til fleiri slík störf verða til hvílir ábyrgð eftirfylgdar á þeim sem starfa á stofnununum. Skólahúsgögn og grunnskólanemendur -Rannsókn á hvernig skólahúsgögn henta grunnskólanemendum á Norður- landi eystra. Höfundar: Jónína Sigurðardóttir og Krist- björg Rán Valgarðsdóttir Leiðbeinandi: Kristjana Fenger Lykilhugtök: skólahúsgögn, grunnskólanem- endur, vinnuaðstaða og líkamsbeiting. Góð vinnuaðstaða er öllum mikilvæg, ekki síst nemendum grunnskólanna sem eru á viðkvæmu vaxtarskeiði. Til að hún sé góð þurfa skólahúsgögn, borð og stólar að vera auðstillanleg og nemendur þurfa að kunna að stilla þau eftir þörfum. Kennslustundum hefur fjölgað og nem- endur eyða því meiri tíma sitjandi við vinnu sína og fyrir framan tölvu- og sjónvarpsskjái. 1 aðalnámsskrá grunn- skólanna stendur að nemendur eigi að fá þjálfun í undirstöðuatriðum almennrar líkamsbeitingar. Verkir frá stoðkerfi á meðal grunnskólabarna eru staðreynd og talið er að þeir stafi að hluta til af slæmri setstöðu. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur; að kanna hvernig skólahús- gögn í grunnskólum á Norðurlandi eystra henti nemendum og athuga hvort þörf sé á að ráða heilbrigðisstarfsmann með sérþekkingu á vinnuvistfræði, svo sem iðjuþjálfa, til starfa innan grunnskól- anna. Gögnum var safnað kerfisbundið með magnbundnum aðferðum þar sem gátlisti var hafður til hliðsjónar við mælingar á nemendum og húsgögnum. Gátlistinn var hannaður af rannsakend- um og byggist á Lífaflfræðilíkaninu. Lag- skipt úrtak var valið úr þýði grunnskóla á Norðurlandi eystra sem höfðu fyrsta, sjötta og tíunda bekk með fleiri en tíu nemendur í hverjum bekk. Rannsóknin náði til 173 nemenda í þremur skólum. Samtals voru 161 nemendur mældir (93%). Lýsandi tölfræði var notuð s.s. tíðnitöflur og prósentureikningur. Niður- stöður sýndu að skólahúsgögn grunn- skólanemenda á Norðurlandi eystra upp- fylltu ekki kröfur urn stillanleika þannig að koma mætti til móts við hæðarmun nemenda. Tæplega 90% skólahúsgagn- anna voru óstillanleg en hæðarmunur í árgangi var allt að 39 cm. Setstaða nemenda uppfyllti ekki hugmyndir um hreyfanleika í setstöðu og vann því gegn heilbrigði og úthaldi nemenda. Enginn grunnskólanemandi sat við borð og stól sem stilltur var að hans þörfum. Þessi vitneskja ætti að nýtast öllum þeim sem annt er urn börnin í landinu til að bregð- ast við og koma í veg fyrir ótímabæra heilsuskerðingu þeirra. Það er brýnt að hafa fagfólk sem iðjuþjálfa með í ráðum við val á skólahúsgögnum og í kennslu og ráðgjöf varðandi góða líkamsstöðu. Tæknin skiptir máli - tölvunotkun í iðjuþjálfun Höfundar: Elísa Arnars Ólafsdóttir, Ólafur Örn Torfason Leiðbeinandi: Guðrún Árnadóttir. Lykilhugtök; iðjupjálfun, tölvur, tækjabúnað- urog hugbúnaður. Mikilvægt er að iðjuþjálfar fylgist með þróun tækja- og hugbúnaðar í starfi sínu. Tilgangur þessa verkefnis var tvíþættur. Annars vegar að taka saman heimildir um hvernig iðjuþjálfar nýta sér tölvur í starfi sínu og er þar byggt á erlendum heimildum. Hins vegar var hannaður spurningalisti í þeim tilgangi að gera lýs- andi rannsókn á því hvaða tækja- og hugbúnað íslenskir iðjuþjálfar nota í starfi sínu og hvernig þeir nota hann. Þýði rannsóknarinnar voru allir skráðir félagar í Iðjuþjálfafélagi Islands. Sendir voru 101 spurningalisti og svöruðu 60 iðjuþjálfar honurn sem gerir 59,4% svör- un. Helstu niðurstöður voru þær að al- gengasti búnaðurinn sem iðjuþjálfar not- uðu í starfi sínu voru tölvur, veraldar- vefurinn, tölvupóstur og ljósritunarvél. Minnsta notkunin var á diktafón/upp- tökutækjum, fjarfundabúnaði og stafræn- um myndavélum. I Ijós kom að tölvu- notkun iðjuþjálfa var 92% við skráningu og skýrslugerð, 72% í íhlutun, 65% við endurmenntun og símenntun, 60% við mat og endurmat, 53% við kennslu og fræðslu og 43% notuðu tölvu við önnur verkefni og störf. Meirihluti þátttakenda eða 82% töldu að þeir gætu nýtt sér tækja- og hugbúnað meira í starfi. Myndbandsupptökuvél, tölva og stafræn myndavél voru oftast nefnd. Einnig taldi meirihluti iðjuþjálfa eða 81% þeirra að aukin notkun á tækja- og hugbúnaði hefði áhrif á gæði þjónustunnar. Rann- sakendur telja að í Ijósi niðurstaðna sé áhugi meðal iðjuþjálfa fyrir að nota tækja- og hugbúnað meira í starfi. Þörf er á rannsóknum sem sýna fram á árangur þess að nota slíkan búnað í starfi iðju- þjálfa. Einnig þarf að koma til aukin fræðsla fyrir iðjuþjálfa og iðjuþjálfanema á því hvernig nota megi tækja- og hugbúnað í starfi. ±6 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.