Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 17
Varðandi siðareglur II Á aðalfundi Iðjuþjálfafélagsins 10. mars 2001 voru siðareglur Iðjuþjálfa- félags Islands samþykktar. I kjölfarið skipaði stjórn í fyrstu siðanefndina og fól henni það hlutverk að móta starfs- reglur og gera tillögur að framtíðar- fyrirkomulagi siðanefndar félagsins. I starfsstétt sem hefur skráðar siðaregl- ur er mikilvægt að allir hljóti nokkra þjálfun í siðferðilegri umhugsun og rökræðu auk almennrar fræðslu um siðareglur og hlutverk þeirra. Umræðufundir á vinnustöðum eða meðal afmarkaðra hópa í félaginu geta verið gagnlegir og lagt grunn að því hvernig fólk bregst við og greiðir úr siðferðilegum álitamálum starfsins. Siðareglur eru góður vegvísir í okkar starfi og því mikilvægt að hafa lifandi umræðu um þær meðal okkar. Eitt af mikilvægustu hugtökunum í siðaregl- unum er hugtakið mannhelgi. Með örstuttri umfjöllun viljum við vekja athygli á þessu hugtaki og hvetja til umhugsunar og umræðu um það. Til umhugsunar I fyrstu grein siðareglna II er talað um mikilvægi þess að iðjuþjálfi virði mannhelgi skjólstæðinga sinna. Mannhelgi má líkja við landhelgi, eða það rými sem persónan á óskoraðan rétt til.1 Við veikindi eða önnur áföll verður manneskjan auðsæranlegri en ella og á ekki eins auðvelt með að verja sína landhelgi. I sumum tilvik- um þurfa einstaklingar sem leita á náðir heilbrigðisþjónustu að treysta starfsmönnum hennar fyrir hlutum sem þeir að öðrum kosti segðu fáum eða engum frá. Þannig hleypa þeir ókunnugum einstaklingi inn fyrir eigin landhelgi með það að markmiði að öðlast heilsu á ný. Það hvílir því mikil ábyrgð á okkur iðjuþjálfum sem og öðru heilbrigðisstarfsfólki að kunna með þetta traust að fara. Við þurfum að virða „mörk" skjólstæð- inga okkar minnug þess að „girðing- ar" þeirra geta legið niðri af ýmsum ástæðum. AA/GÁE/MS 1 Vilhjálmur Árnason: Siðfræði lífs og dauða, 1993,bls.20. Bókahorniö: í nærveru Fyrir stuttu las ég bók sem nýlega kom út og ber heitið „í nærveru". Höfundur hennar er Sigfinnur Þorleifsson. Sigfinnur sem er einn af fyrstu sjúkrahúsprestum landsins er þekktur af störfum sínum og er hann einnig frumkvöðull í uppbyggingu sálgæslu innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu. í bókinni er skyggnst inn í heim sálgæslunnar, grundvöllur hennar og sýn á manninn er útskýrð sem og hlutverk sálusorgarans. Áhersla er lögð á mikilvægi nærverunnar í samskiptum við fólk „hvernig maður nálgast annan mann, einkum í sálar- neyð, og reynir að leggja lið, styrkja og leiða" eins og Birgir Ásgeirsson sjúkra- húsprestur kemst að orði í formála bókarinnar. Athyglinni er beint að samfylgdinni við sjúklinga og hversu vandmeðfarin hún getur verið. Bent er á mikilvægi þess að sýna skjólstæð- ingum virðingu og reyna að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur. I sumum tilvikum næst ekki sá árangur sem vonast er eftir og þá er nauðsynlegt að geta sleppt takinu og sætt sig við að samfylgdin er hætt að skila þeim ávinningi sem ætlast var til. Rætt er um gátu þjáningarinnar og viðbrögð okkar þegar við stöndum frammi fyrir aðstæðum þar sem við höfum engin svör. Sorgin og viðbrögð við henni fá einnig góða umfjöllun. Sigfinnur gerir fyrirgefningu og heil- brigði að umtalsefni í einum kaflanna. Þar er einnig varpað ljósi á sektar- vitund, sektarkennd og ábyrgð ein- staklinga. I samfylgdinni við skjól- stæðinga er mikilvægt að styðja við bakið á einstaklingunum og gera þeim fært að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Komið er inn á kulnun í starfi og hvernig heilbrigðisstarfmenn þurfa að huga að sér og sínum þörfum. Mikil- vægi samvinnunnar er ítrekað og að unnið sé á heildrænan hátt að bata manneskjunnar. Spurningunni um hvað sé góð fagmennska er varpað fram. Lögð er áhersla á að góður fag- maður kann ekki einungis vel til verka heldur vandar sig einnig í samfylgd- inni við skjólstæðinginn. Þessi bók á erindi til allra þeirra sem stunda nærveru við aðra í störfum sínum. Hún er skrifuð af djúpu innsæi og höfundur bregður upp myndum úr lífi sínu og starfi sem gerir hana skemmtilega aflestrar þrátt fyrir alvar- legan undirtón. Útgefandi er Skálholtsútgáfan og fæst bókin m.a. í Kirkjuhúsinu og helstu bókabúðum. Hún er 141 blaðsíða. Guðrún Áslaug Einarsdóttir AMPS námskeið Dagana 27.-31. ágúst síðast liðna hélt fræðslunefnd II í samvinnu við End- urmenntunarstofnun Háskóla Islands fimm daga AMPS námskeið. Námskeiðið var vel sótt, alls 40 þátttakendur. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þær Ann Fisher og Eva Wæhrens. Umsjónarmenn voru Berglind Bára Bjarnadóttir og Kristín Einars- dóttir. Námskeiðsdagarnir voru bæði langir og strangir, en var það mál manna að erfiðið hefði verið þess virði og að vel hefði tekist til. Að námskeiði loknu hurfu þátttakendur til síns heima en eiga fyrir 1. desember að meta 10 einstaklinga og skila inn fyrirgjöfinni. Þá fyrst öðlast þeir fullgild réttindi til að nota AMPS mælitækið. Þess má geta að tengiliður AMPS á íslandi er Inga Jónsdóttir. í kjölfar námskeiðsins mun verða stofnaður áhugahópur um AMPS. Inga Jónsdóttir hefur tekið að sér að kalla til fyrsta fundar. Áhugasamir geta haft samband við Ingu, ingaj@tr.is KE. IÐJUÞJALFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.