Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 8

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 8
Eftir því sem börnin eldast hlæja þau sífellt minna og fullorðið fólk hefur dregið mjög úr hlátri og kátínu. Við höfum lært að kæfa hlátur barnsins. „Lítið er ungs manns gaman" segir mál- tækið og er ekki laust við ákveðna fyrir- litningu og höfuðhristing í bakgrunnin- um. Það þótti sýna „lítið vit" að hlæja því lífið var og er jú svo alvarlegt. A seinni árum er réttmæti hláturs og húmors meira viðurkennt og nú á þessum allra síðustu (og verstu) tímum orðin nauðsyn- leg heilsubót. Það er til fólk sem er hrætt við hlátur og gleði og ennþá heyrist sú skoðun að það sé ófaglegt og heimskulegt að hlæja. Slíkar skoðanir eru sem betur fer á undanhaldi og sífellt fleiri viðurkenna nauðsyn gleði og hláturs í daglegu lífi og er það ekki að undra. Ef marka má ýmsar heimildir er hlátur ekki aðeins heilsu- bætandi heldur er hann gagnlegur í ýmsu öðru tilliti. Sagt er að hlátur sé yngjandi og geri okkur fallegri, bæti námshæfi- leika, líkamlegt úthald og félagslega færni. Einnig að húmor bæti samskipti og virki vel þegar við erum að kljást við erfiðar tilfinningar. Að lokum má geta þess að heyrst hefur að þeir sem hafa góða kímnigáfu séu betri stjórnendur, betri kennarar, komist hraðar upp met- orðastigann - skyldi það vera tilfellið? Hvað sem því líður vil ég enda þessa grein á orðum danska heimspekingsins Sörens Kirkegaard: „Eg vona að hláturinn verði alltaf mín megin." Höfundur er iðjuþjnlfi á LSH Landakoti.. Heimildir: Hodgkin, Eds., Connors, J. G. and Bell, C (1993) Humor as therapy for patient and caregiver. Pulmomry Rehabilitation: Guidetines to Success. Philadelphia PA: J.B. Lippincott Co. Patty Wooten (1991) How to Improve Patient Smileage. Journal ofNursing jocularity (bls 46-47). Wooten, Patty (1996). Humor: an Antidote for Stress. Holistic Nursing Practice. (bls. 49- 55). http://www.mother.com /JestHome/artantistress.html http: / / www.mamut.com /homepages/Norway/l/17/livoglyst /subdet34.htm http: / / www.helsenytt.no / artikler/en_god_latter.htm Iðjuþjálfafélaginu færð góð gjöf í tilefni af 25 ára afmæli Iðjuþjálfafélags íslands á árinu var félaginu færð gjöf frá SIBS og Reykjalundi. Um er að ræða veglegan fjárstyrk sem ætlaður er til verkefna innan iðjuþjálfunar á sviði endurhæfingar. Haukur Þórðarson fyrrverandi yfirlæknir á Reykjalundi og formaður SÍBS afhenti styrkinn við setningu ráðstefnu um iðjuþjálfun á Akureyri síðast liðið sumar. I ræðu sinni minntist Haukur á fyrstu kynni sín af faginu og hversu mikilvægan sess iðjuþjálfun skipar innan endurhæfingarstarfsins á Reykjalundi. Stjórn Fræðslusjóðs IÞI hefur verið falið að úthluta af fjárstyrknum í samræmi við vilja þessara velunnara iðjuþjálfunar á Islandi. ÞL Notendur COPM athugið! Við sem þýddum og aðlöguöum COPM matstækið á sínum tíma höfum nú undanfarið verið að laga orðalag og hressa upp á útlitiö á eyðublöðunum. Þessar breytingar hafa engin áhrif á notkunarferli matstækisins, en við viljum taka úr umferð eldri gerðir eyðublaðsins. Þið sem hafið útvegaö ykkur handbókina og eruð að nota matstækið getið því haft samband við einhverja okkar annað hvort í gegnum Reykjalund eða Háskólann á Akureyri og fengið sent eintak af þessu nýgerða eyðublaði. Guðrún Pálmadóttir Kristjana Fenger Margrét Sigurðardóttir Sigríður Jónsdóttir Eftirtaldir aðilar fiafa stijrl t útqáfu |}essa tölufilaðs láju[jjálfans oq eru [jeim fœrSar bestu pal<l<ir. GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Ármúla 5 108 Reykjavík www.gigt.is KLÚBBURINN GEYSIR BYGGT A OG REKIÐ SAMKV/EMT ALBJÚÐLEGRI HUGMYNDAFR/LÐI FOUNTAIN HOUSH Ægisgötu 7 101 Reykjavík geysir@centrum.is C> ' g- ,:;j Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Digranesvegi 5 200 Kópavogur www.greining.is Hótel Flókalundur Vatnsfirði 451 Patreksfjörður saevarp@m med ia. is Reykjalundur Endurhœfingarmiðstöð 270 Mosfellsbcer www.reykjalundur.is Styrktartélag lamaðra og fatlaðra Háaleitisbraut 11-13 108 Reykjavík 8 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.