Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 Þegar við spyrjum okkur hvert stefni í þjóðarbúskapnum, reikar hugurinn gjarnan til hins háa alþingis. Þar eru línurnar lagðar í efnahags- og félagsmálum, umhverfis- og menntamálum og einnig í utanríkismálum. Síðastnefndi málaflokkurinn markar okkur stöðu í heimsþorpinu og ræður miklu um möguleika og tækifæri okkar í samfélagi þjóðanna. Og þar er vissulega óplægð- ur akur þótt stundum virðist menn ætla sér um of. Auðvitað ættu Íslendingar að standa jafnfætis öðrum þjóðum á sem flest- um sviðum en kapp er best með forsjá og peningaaustur á einu sviði varpar kastljósinu á það hvernig framlög eru skorin við nögl á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Íslands hefur farið mikinn í utanríkisþjónustunni undanfarin misseri, opnað fokdýr sendiráð um allar þorpagrund- ir, og nú síðast vilja ráðamenn vorir gera sig gildandi í alþjóðlegri lykilstofnun á borð við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sama hvað það kostar. Síst vil ég kasta rýrð á mikilvægi þess að styrkja stöðu okkar á alþjóða vettvangi en við megum ekki gleyma því hvernig múr- steinar samfélagsins raðast upp og rétt er að hafa forgangsröð- ina á hreinu. Nauðsynlegt er að grunngerð samfélagsins heima fyrir sé heilsteypt og sterk áður en lagst er í víking með það fyrir augum að vinna stóra sigra á erlendri grundu með ærnum tilkostnaði. Og í grunngerð samfélagsins gegnir góð menntun lykilhlutverki. Í máli allra stjórnmálamanna, sama hvar í flokki þeir standa, kemur iðulega fram stolt yfir menntunarstigi okkar og árangri íslensku þjóðarinnar á því sviði. Í samanburði við viðmiðunarþjóð- ir gæti þó staðan verið betri og einnig ef horft er til velsældar og auðlegðar þjóðarinnar. Við vitum að menntunarstigið er brothætt fjöregg, að gera þarf betur og setja markið hátt. Hér er frekari undirbygging grundvallaratriði og vil ég gera þá kröfu að stjórnunarhættir og stefna kjörinna fulltrúa endurspegli sam- kvæmni og trúverðugleika í verki, innst sem yst. Stefnan hefur verið sú að færa verkefni frá ríki til sveitarfé- laga en nú kemur smám saman á daginn að með því ráðslagi kemst ríkið nærri því að eyðileggja möguleika sveitarfélaga til að sinna verkefnum sínum með fullnægjandi hætti og skapa íbúun- um lífvænlegt samfélag. Menn töluðu fjálglega og með góðum hug þegar rekstur tónlistarskóla og grunnskóla færðist frá ríki til sveitarfélaga, en segja má að þar hafi verið um hefndargjöf að ræða. Það hefur komið berlega í ljós í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara og ríkið neitar að leysa hnútinn! Leggja þarf mun meiri fjármuni til menntunarmála þjóðarinn- ar á öllum skólastigum og -gerðum. Skoða þarf hliðar krónupen- ingsins báðum megin og mætti sýnilegur skilningur ráðamanna á þeim verðmætum sem úr skólakerfi okkar flæða vera meiri. Hér má ekkert til spara. Greiða þarf kennurum mannsæmandi laun fyrir óeigingjarnt uppbyggingarstarf sem styrkir grunngerð samfélagsins. Það er göfug hugsjón ráðamanna að vilja gera sig gildandi í hinu stóra samfélagi þjóðanna en ég held að þeir ættu stundum að líta sér nær og gera sig betur gildandi í samfélagi þegna sinna! Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags tónlistarskólakennara. Samfélag þjóðanna - samfélag þegnanna Sigrún Grendal Jóhannesdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.