Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 16
16 KJARAMÁL GRUNNSKÓLAKENNARA SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 Verkfall Félags grunnskólakennara hófst 20. september. Vonir kennara um að fýsilegur samningur liti dagsins ljós í tíma voru ekki bjartar og hafi einhvern dreymt um tromp á síðustu stundu urðu þeir draumar að engu. Samninga- nefndir KÍ og LN funduðu stíft alla vik- una fyrir boðað verkfall í húsakynnum ríkissáttasemjara. Viðsemjendur fund- uðu ýmist sér eða saman á formlegum eða óformlegum fundum. Um hádegi þann 19. september lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamn- ing sem átti að gilda til loka skólaársins 2004-2005. Að mati samninganefndar KÍ hefði hann þýtt 15 -16% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin, þar af um 6,6% vegna hækkunar launa en afgangurinn vegna vinnutímabreytinga og fleiri þátta. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu lokaútspili kennara. Um klukkan 21:30 var viðræðum slitið þar sem fullreynt þótti að of mikið bæri á milli samningsaðila til að samkomulag gæti tekist að sinni. Frystitímabil Enginn sáttafundur var í deilunni fyrr en á fjórða degi verkfalls þann en þá hitt- ust samningsaðilar hjá sáttasemjara. Sá fundur stóð í tvo og hálfan tíma og varð árangurslaus. Sáttasemjari boðaði næsta fund eftir viku. Bent var á að slík frystitíma- bil væru þekkt í verkfallasögu kennara. Verkfallsstjórn og verkfallsmiðstöðvar Verkfallsstjórn, undanþágunefnd og fleiri starfshópar hófu störf í Kennara- húsinu strax og verkfall hófst til að skipu- leggja framkvæmd þess. Verkfallsstjórn hóf undirbúningsstörf skömmu fyrir boðað verkfall og hefur aðsetur í kjallara Kennarahússins. Formaður verkfallsstjórn- ar er Svava Pétursdóttir. Verkfallsmiðstöð fyrir kennara í Reykja- vík, Mosfellsbæ, Kópavogi og Seltjarnar- nesi var opnuð samdægurs í Borgartúni 22, gegnt húsakynnum sáttasemjara. Fljótlega voru verkfallsmiðstöðvar opn- aðar víða um land þar sem svæðafélög FG halda uppi öflugu kynningarstarfi og skipuleggja verkfallsvörslu. Kynningarnefnd og Verkfallspósturinn Kynningarnefnd starfar ötullega og Verkfall skollið á Nú heyrist æ oftar frá sveitarstjórum landsins að ríkið verði að koma að lausn kjarabaráttu kennara með auknu fjármagni til sveitarfélaganna. Í því felst viðurkenning á að kröfur kennara séu raunhæfar og sveitarfélögin vilji koma til móts við kennara en telji sig ekki hafa svigrúm til þess. Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að sveitarfélögin vilji í raun bæta kjör kennara. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Stefanía Traustadótt- ir bæjarstjóri á Ólafsfirði segja bæði í Fréttablaðinu þann 27. sept- ember að launakröfur kennara rúmist ekki innan fjárhagsramma sveitarfélaganna en nefna ekki að þær séu of háar. (Verkfallspósturinn 6. tbl. 28. september 2004.) Starfsmannafélag ríkisstofnana færði grunnskólakennurum 10 milljónir króna í verkfallsjóð. Á myndinni eru frá vinstri: Svala Norðdahl, Eiríkur Jónsson, Jens Andrésson og Árni Heimir Jónsson.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.