Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 11
11 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 úr Iðnskólanum biðu margvísleg tækifæri til framhaldsnáms, hvort heldur væri innan- lands eða utan. „Nemendur hér ljúka flest- ir sveinsprófi af þriggja ára iðnbrautum. Að því loknu taka mjög margir svokallað viðbótarnám til stúdentsprófs af starfs- og listnámsbrautum. Það tekur eitt til eitt og hálft ár og er byggt upp samkvæmt reglugerð frá 2002 svo að við erum í raun að ryðja brautina ennþá. Stúdentsprófin héðan eru sérhæfð, þau eru sambærileg hvað varðar einingafjölda í tungumálum og stærðfræðigreinum en það vantar upp á einingar í félagsgreinum. Þau veita ekki aðgang að öllum deildum á háskólastigi en það gera ekki heldur stúdentspróf af öllum brautum úr bóknámsskólunum. En það er óþarfi að gera of mikið úr þessu því að á móti kemur að af sumum braut- um héðan komast nemendur inn í háskóla einungis með iðnprófið sitt. Ég get nefnt sem dæmi að Háskólinn í Reykjavík sækist sérstaklega eftir að fá til sín nemendur héðan, t.d. úr rafeindavirkjun, í tölvunar- fræðideildina sína. Þessir nemendur hafa kannski ekki alla venjulega formlega STÆ-áfanga á prófskírteininu sínu en hafa í staðinn áfanga sem heita til dæmis rafmagnsfræði eða rökrás og eru hreinar stærðfræðigreinar. Það hefur vantað á að þetta yfirfærslugildi sé virt. Þarna þarf Háskóli Íslands að taka sig verulega á í að meta hæfni nemenda en einblína ekki eingöngu á stúdentsskírteini af bóknáms- brautum,“ segir Baldur og leggur áherslu á orð sín. „Nemendum af listnámsbrautum er kenndur ákveðinn grunnur og síðan bjóð- um við nemendum okkar að velja kjörsvið sem kallast almenn hönnun og frá og með þessu hausti er keramik einnig kjörsvið. Þegar þeir hafa lokið viðbótarnáminu til stúdentsprófs fara þeir gjarnan í Listahá- skóla Íslands og listaháskóla í Danmörku og Þýskalandi sem við erum í tengslum við. Mér finnst gaman að geta þess að þeir hafa staðið sig með prýði og nemendum okkar hefur gengið mjög vel að komast í Listaháskólann.“ Undir sama reiknilíkani og aðrir skólar „Iðnskólinn er innan sama reiknilíkans og aðrir framhaldsskólar en því er ekki að leyna að fjárþörf skólans er meiri en reiknilíkanið ætlar okkur. Það er engum blöðum um það að fletta að Iðnskólinn er með langdýrasta hóp nemenda í öllu fram- haldsskólakerfinu því við erum með fjöl- margar mjög fjárfrekar greinar og einnig greinar sem eru afar fámennar. Skólanum er til dæmis skylt að halda uppi kennslu í greinum eins og bókbandi og gullsmíði en þar eru kannski aðra hverja önn fjórir til sex nemendur. Til að standa straum af kostnaðinum við þessa kennslu þyrftum við auðvitað að hafa meira fé handa á milli. En það er ekki minn stíll að væla yfir peningamálum, ég hef þennan fjárhags- ramma og það er verkefni mitt að láta enda ná saman,“ sagði Baldur að lokum. Það var ys og þys á göngunum í glæsi- legum húsakynnum Iðnskólans. Krakkarn- ir sem urðu á vegi okkar gengu rösklega til verks. Þau voru ekki öll með hefðbundnar skólatöskur en margir héldu á verkfæra- tösku af einhverju tagi. Sumir voru með smíðatæki, aðrir með reikni- og teiknitæki og myndir í rúllum eða stórum hulstrum. Markmið Iðnskólans í Reykjavík, að auðga líf einstaklinganna og efla samfélagið, er háleitt en raunsætt. Gestir sjá glöggt að Iðnskólinn er á réttri leið og síungur þrátt fyrir árin hundrað. GG 100ár Flestar stúlkurnar eru í hefðbundnum kvennagreinum, hárgreiðslu og fataiðn, en þær sækja mjög í listnámið, þar skiptast konur og karlar nokkuð jafnt. Í fjölmiðla- og upplýsingatækninni eru konur líklega í meirihluta. Það gengur hins vegar allt of hægt að fá stúlkurnar í hinar hefðbundnu karlagreinar. Iðnskólinn í Reykjavík aldargamall SKÓLAHEIMSÓKN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.