Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 10
10 SKÓLAHEIMSÓKN SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 Iðnskólinn í Reykjavík er í nánum tengsl- um við atvinnulífið. Það skapar honum sérstöðu gagnvart öðrum framhalds- skólum í landinu. Hann býr nemendur sína undir að vinna við ákveðnar iðnir auk þess sem hann er eins konar móður- skóli handverks og iðnmenntunar. Þar er viðhaldið fagþekkingu rótgróinna iðngreina og mótaðar námsleiðir þar sem ný atvinnutækifæri skapast. Iðn- skólinn hefur til dæmis verið brautryðj- andi í kennslu í tölvufræðum á fram- haldsskólastigi síðustu áratugi. Nemendur skólans eru um 2050 og stunda nám á átta sviðum, á 36 mismun- andi brautum. Þar af eru 120 í fjarnámi og 350 sækja kvöldskóla. Þann 1. október sl. varð Iðnskólinn í Reykjavík hundrað ára. Af því tilefni var haldin mikil hátíð fyrir nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólans og almenningi var boðið að taka þátt í hátíðahöldunum. Sérstök hátíðarsamkoma var haldin í Hall- grímskirkju þar sem 500 boðsgestir voru viðstaddir, skólinn var opnaður almenn- ingi og haldnar voru sýningar á verkum nemenda auk þess sem glæsileg bók um hundrað ára starfsemi skólans kom út. Skólameistari Iðnskólans er Baldur Gísla- son. Skólavarðan heilsaði upp á Baldur og hans fólk í tilefni afmælisins og spurði hann nokkurra spurninga um starfið í IR. Mikil gróska í listnámi og upplýsinga- og fjölmiðlagreinum Baldur var spurður að því í hvaða náms- greinum væri mesta gróskan. Hann sagði að mikil gróska væri í listnámi og upplýs- inga- og fjölmiðlagreinum. „Síðarnefndu greinarnar voru fyrst kenndar við skólann árið 2000 og nú eru þær að leysa gömlu bókagerðargreinarnar af hólmi, til dæmis ljósmyndun, umbrot og prentiðn. Þessar greinar eru mjög vinsælar. Þarna er alger- lega ný námskrá, námið er stokkað upp og ný tækni leysir gömul vinnubrögð af hólmi. Sennilega er þarna mesta gróskan. Í öðrum greinum er ástandið ekki nógu gott því fáir hafa áhuga á að læra þær. Þar má nefna málmiðnaðargreinarnar.“ Hvernig fer fyrir störfum sem krefjast málmiðnaðarmanna hér á landi? „Við flytjum inn fólk í stórum stíl og það vinnur þessi störf. Málmiðnaðurinn er í lægð, þörfin fyrir fólk með þessa sérhæf- ingu hefur minnkað, sem dæmi má nefna að allar skipasmíðar eru farnar úr landinu en samt vantar stórlega íslenska málmiðn- aðarmenn. En þær greinar málmiðnaðar sem mest gróska er í hérlendis eru flottar greinar. Þar vil ég nefna hátækni fyrirtæki eins og Marel og Skagann, sem hanna og framleiða fyrir matvælaiðnað, þannig að þeir sem læra til þessara starfa fá fína vinnu að námi loknu. Þetta nægir samt ekki til að laða ungt fólk að greininni. Kannski þarf að gera námskrána öðru vísi úr garði svo að hún höfði meira til ung- linga,“ segir Baldur hugsandi. Stúlkum fjölgar í iðnnámi Baldur var spurður að því hvort stúlk- ur sæktu í iðnnám og þá hvaða greinar. „Stúlkum hefur fjölgað um 4% síðastliðin tvö ár. Flestar þeirra eru í hefðbundnum kvennagreinum, svo sem hárgreiðslu og fataiðn, en þær sækja mjög í listnámið, þar skiptast konur og karlar nokkuð jafnt. En í fjölmiðla- og upplýsingatækni eru konur líklega í meirihluta. Það gengur hins vegar allt of hægt að fá stúlkurnar í hinar hefðbundnu karlagreinar. Ég skil ekkert í því hvers vegna stúlkur sækjast ekki eftir að læra fög eins og rafeinda- virkjun sem krefst ekki líkamlegra burða. Þetta er tæknigrein sem byggist á mikilli stærðfræði en það er þekkt að stúlkurnar sneiða gjarnan hjá henni,“ sagði Baldur og bætti við að stúlkur væru flestar í tré- smíðagreinum þegar horft væri til hefð- bundinna karlagreina. Síðustu kjarasamningar FF bættu úr kennaraskorti Þegar Baldur var inntur eftir því hvern- ig gengi að fá góða kennara í iðngreinar svaraði hann að bragði. „Það gengur vel. Eftir síðustu kjara- samninga er staðan allt önnur fyrir skól- ana þegar leitað er að hæfu fólki. Núna þegar auglýst er eftir kennurum þá sækir fólk sem reynist hafa full réttindi. Það kemur í ljós að eftir að kjörin bötnuðu fara menn og bæta við sig kennaranám- inu til að öðlast réttindi. Það er allt önnur staða en var.“ Margvísleg tækifæri til framhaldsnáms Baldur sagði að nemenda með lokapróf Móðurskóli handverks og iðnmenntunar Eftir síðustu kjarasamninga er staðan allt önnur fyrir skólana þegar leitað er að hæfu fólki. Núna þegar auglýst er eftir kennurum þá sækir fólk sem reynist hafa full réttindi. Baldur Gíslason skólameistari. Iðnskólinn í Reykjavík aldargamall

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.