Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 30
30 SMIÐSHÖGGIÐ Í hinum fullkomna heimi fá aðeins þeir hæfustu að kenna. Hin- ir verða að sætta sig við að vinna önnur störf. Allt nám og öll kennsla þykja jafn mikilvæg og merkleg en þó er lögð sérstök rækt við uppeldi og fræðslu yngstu barnanna og starf leikskóla- og grunnskólakennara er því afar mikils metið. SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 Í hinum fullkomna heimi fá aðeins þeir hæfustu að kenna. Hinir verða að sætta sig við að vinna önnur störf. Allt nám og öll kennsla þykja jafn mikilvæg og merkleg en þó er lögð sérstök rækt við uppeldi og fræðslu yngstu barnanna og starf leikskóla- og grunnskólakenn- ara er því afar mikils metið. Þannig spar- ast samfélaginu umtalsverðir fjármunir. Það er jafnvel rætt um að leggja niður framhaldsskólastigið því allflest sext- án ára ungmenni eru tilbúin að takast á við það sem við nú köllum ,,æðri“ menntun. Í heimi bestum heima snýst menntun um tvennt: Að efla sjálfið og auðga samfé- lagið. Reyndar er hugtakið menntun ekki til því alltaf er talað um símenntun sem þýðir menntun frá vöggu til grafar. Fólk leitar sér ekki menntunar eingöngu til að auka eigin hagsæld heldur hefur ávallt í huga að þekking er þjóðarauður. Vegna þess hve gaman er að læra gefur fólk sér tíma til þess. Samkvæmt nýlegri könnun vilja 69% launþega frekar sækja fleiri námskeið á vinnutíma en að fá lengra sumarfrí. Kennarar eru afar færir og aðferðir þeirra frjóar og fjölbreyttar. Alltaf er tek- ið mið af þörfum nemenda enda hefur hver og einn frá unga aldri lært að skil- greina námsþarfir sínar og námsnálgun. Gæðavottunarstofnanir fylgjast með sam- setningu kennslustunda og samkvæmt viðmiðum eiga fyrirlestrar ekki að fara yfir tíunda hluta kennslutíma. Nám byggist að mestu á virkni nemenda. Menntun er skemmtun sem skilar sér í 100% mætingu. Fáir hafa annað en jákvæða upplifun af námi, en þeir sem einhverra hluta vegna hafa átt í erfiðleikum geta farið í meðferð hjá Samtökum áhugafólks um neikvæða námsupplifun. Nám fer að sjálfsögðu ekki aðeins fram í kennslustofum heldur er ýmsum aðferð- um beitt til að uppfræða og efla fólk á öllum sviðum samfélagsins. Tungumál eru engin hindrun því þróun sjálfvirkra þýðingarforrita er hröð auk þess sem fólk er vant að tileinka sér erlendar tungur. Nýir Íslendingar hafa fært þjóðinni aukinn mál- og menningarskilning og eftir því er tekið á alþjóðavettvangi hversu vel hefur tekist að fá fólk af erlendum uppruna til að læra málið, aðlagast menningunni og efla atvinnulífið. Aðgengi að námi er öll- um jafnt og enginn þarf að líða fyrir fötl- un, kynferði, uppruna né búsetu. Menntunarsagnfræðingar hafa mikinn áhuga á orðinu prófgráða. Í heimi bestum heima er leikni fólks, þekking og þroski metin með þróuðum raunfærniaðferð- um. Fólk safnar að sér þekkingu eins og blandi í poka. Börn eru ekki spurð hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór því flest eiga þau fleiri en einn starfsferil fyrir höndum og velja sér námspakka sem hentar hverju sinni. Þetta eykur víðsýni og samfélagsþroska. Enginn lendir í blind- götu við val á námi og starfi því alls staðar eru útgönguleiðir og auðvelt að fá grein- argóðar upplýsingar. Gagnsæi ríkir um námsþarfir einstaklinga og atvinnuvega því námsframboð fylgir þróun samfélags- ins - og samfélagið þróast í samræmi við menntun og þarfir fólksins. Mikil áhersla er lögð á félags- og menningargildi náms og símenntun er ekki síst notuð til að efla sjálfsþekkingu hvers og eins og bæta sam- skipti sem leiðir bæði til aukinnar fram- leiðni og innihaldsríkara einkalífs. Hægt er að velja á milli margs kon- ar rafrænna námskosta. Tölvufælni og tæknilegir örðugleikar heyra sögunni til. Fjarnámsaðferðir hafa þróast mikið, ekki síst félagssálfræðilegu þættirnir, og fólk þarf ekki að geta horfst í augu og fundið lyktina hvert af öðru til að geta stundað árangursríkt samvinnunám. Fjölmiðlar fjalla mikið um menntamál. Hjá því verður ekki komist vegna þess hve þungt þau vega í allri umræðu. Fjölmiðla- fólk og stjórnmálamenn stúdera gjarnan kennslufræði, bæði til að læra leiðir til að koma upplýsingum og boðskap á framfæri en einnig til að vera betur í stakk búin að fjalla um samfélagsþróun og stjórnmál því hvergi ólmast púlsinn ákafar en í umræð- unni um símenntamál allra aldurshópa. Og að sjálfsögðu er menntamálaráðuneyt- ið það ráðuneyti sem slagurinn stendur um að afstöðnum kosningum. Þetta er mitt draumaland. Björg Árnadóttir framhaldsskólakennari og framkvæmdastjóri Framvegis - miðstöðvar um símenntun Það er mitt draumaland Björg Árnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.