Þjóðmál - 01.09.2014, Page 30

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 30
 Þjóðmál haust 2014 29 síðar tilkynnti ritstjóri Sögu (sem var að vísu þá orðinn annar) þýðanda og ritstjóra Svartbókar kommúnismans, að Saga birti ekki umsagnir — og því síður ítardóma — um þýdd rit eins og Svartbókina, sem er raunar líka bönnuð í Kína . Ég ákvað að skoða nánar þessa umsögn Geirs Sigurðs- sonar, sem þótti svo tímabær, að ekki var einu sinni beðið eftir útkomu umsagnarefn- is ins . Ég komst þá að því, að athugasemdir hans voru flestar eða allar sóttar í umsagnir um ævisögu Maós eftir Alfred Chan, Gregor Benton, Steve Tsang og Andrew Nathan . Síðar var þeim öllum safnað saman í bók, sem Gregor Benton og Lin Chun rit stýrðu og kom út hjá Routledge í Lundúnum 2010, Was Mao Really a Monster? The academic response to Chang and Halliday’s Mao: The Un known Story . Stundum vitnaði Geir sam visku samlega í þessa heimildarmenn sína, en annars staðar ekki . Til dæmis vitn aði hann hvergi í neinn um þessi orð (bls . 189): „Mao talaði vissulega kínversku með staðbundnum hreim en ef hann hefði einungis talað Shaoshan-mállýskuna hefðu ekki margir skilið hann í Beijing .“ En Gregor Benton og Steve Tsang segja (Was Mao Really a Monster? bls . 45): „Mao did speak Putonghua — though with a very strong accent . Had he spoken only his local dialect, no one outside Shaoshan would have understood him .“ Dómur Geirs Sig urðs- sonar um bók þeirra Changs og Halli days er í fæstum orðum (bls . 194), að „fyrir þá sem fýsir að öðlast skýrari og fyllri mynd af uppgangi, stjórnartíð og áhrifum kommún- ismans í Kína — og þætti Mao Zedongs í því margbrotna ferli — hefur Sagan óþekkta Hjónin Jung Chang, höfundur metsölubókarinnar Villtir svanir, og Jon Halliday, sagnfræðiprófess or við King’s College í London, kynna bók sína um Maó á bókmenntahátíð á Indlandi . Á innfelldu myndinni er kápuforsíða íslenskrar þýðingar Ólafs Teits Guðnasonar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.